Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 73
Hlín
71
síns, er þar bjó, og Þórunnar konu hans. Hún var þar
aðeins 1 ár. En þar sagði hún sjer hefði liðið best frá
því hún fór frá móður sinni.
Hún var 21 árs, er hún fór frá Eyjum og giftist sr.
Vigfúsi Guttormssyni að Ási í Fellum. Sr. Vigfús var
þá nær fimtugur að aldri. Hann hafði áður verið
kvæntur Björgu Stefánsdóttur, systur Þórunnar á
Gilsá, og átt með henni 2 sonu, Pál föður minn og
Guttorm, er síðar varð prestur að Stað í Stöðvarfirði,
sem þá munu hafa verið innan við fermingu. Virðist
svo sem nokkurn kjark hafi þurft til þess, fyrir tví-
tuga stúlku, að ganga að eiga þennan mann. Hann leit-
aði þessa ráðahags að ráði Þórunnar mágkonu sinnar.
Hafði hún sagt honum, að hún tryði engri konu betur
fyrir börnunum hennar systur sinnar, en Guðríði. Mun
þetta traust, er Þórunn sýndi stjúpu minni, hafa ráðið
mestu um að hún fór að Ási.
Sumir eru þeir lánsmenn, að alt sem þeir taka sjer
fyrir hendur verður þeim til góðs, hversu óráðlegt og
erfitt sem það kann að virðast. Svo varumstjúpumína.
öllum mönnum, sem hún var með, varð hún á einhvern
hátt til góðs. Það var vegna þess, að hún hugsaði aldrei
um sinn hag fyrst og fremst, heldur annara, og hún
leitaðist jafnan við að gera það, sem hún áleit vera
skyldu sína.
Það var ærinn vandi fyrir unga og' óreynda stúlku
að verða prestskona í ókunnu hjeraði, og ekki síst á
þeim tímum, sem til mikils var ætlast af prestum og
prestskonum, og setjast þar í sæti konu, sem notið
hafði almennrar virðingar í sveitinni. Sagði hún mjer
og, að glögt hefði hún fundið, að hún mætti ekki all-
staðar vinarhug í sókninni, fyrst er hún kom að Ási.
En skjótt mun það hafa breyst, er menn fóru að kynn-
ast henni, og fóru svo leikar, að hún átti þar almenn-
um vinsældum að fagna. Stjúpsonum sínum reyndist