Hlín - 01.01.1930, Side 79
tílin
77
henni og um hana, hvar sem hún fór, og hafði ósjálf-
rátt áhrif á alla, sem hún umgekst og setti sinn svip á
umhverfið. Hin óvenjulega aðstaða hennar sem hús-
móður gerði, að hún hafði meiri tíma til lesturs og
bóklegra iðkana en títt er um konur. Að því hneigðist
líka eðli hennar og uppeldi. Þessa naut og heimilisfólk-
ið, því hún las fyrir það og fræddi á ýmsa lund.
Báðar nutu þær óskiftrar virðingar fólksins og
trausts þess, og ljetti það auðvitað starfið. En við
heimilisstjórnina hjálpaði mest og best sterkur heim-
ilisandi og fastar venjur, sem smásaman höfðu skap-
ast og orðið óskrifuð lög og lífsreglur. Þetta var ekk-
ert sjerstakt fyrir Hallormsstað. Þetta voru meginstoð-
ir hinnar gömlu, íslensku heimilismenningar og undir-
staða þess, að heimilin urðu skólar, þar sem kenslan
varð samferða eðlilegri þróun og rás lífsins.
Báðar hugsuðu þær um tóskapinn á vetrum, móðir
mín og stjúpa. Mjer eru vetumir minnisstæðastir allra
árstíða frá æskuárum mínum, þegar baðstofan alt í
einu varð að stórri iðnaðarstöð, þar sem allar hendur,
stórar og smáar, keptust við að vinna hin ýmsu störf
heimilisiðnaðarins. í skjóli þessa iðnaðar var svo hald-
ið við mentun fólksins í þjóðlegum fræðum á kvöldvök-
unum.
Stjúpa mín var besta spunakona og spann æfinlega
í einhverja fína vefi: svunudúka, sjöl o. fl. sjer til
gamans, í hjáverkum við búskapinn. Hef jeg margt
kvöldið sofnað við rokkhljóðið hennar og vaknað við
það á morgnana. Því hún var eins og svo margar góð-
ar húsmæður, hún fór seinast að hátta og fyrst á fætur.
Móðir mín var líka spunakona. En starf hennar við
ullarvinnuna var einkum að hæra ullina og undirbúa
handa stúlkunum. Stendur hún mjer glögt fyrir hug-
skotssjónum, þar sem hún sat í lágum birkistól í her-
bergi sínu í öðrum enda baðstofunnar og hærði ull.