Hlín - 01.01.1930, Síða 80
78
Httn
Samband þeirra, móður minnar og stjúpu, var hið
besta. Þær voru ólíkar, en fyltu hvor aðra upp. Það
sem batt þær traustustum böndum var sameiginleg um-
byggja fyrir heimilinu. Stjúpa mín hafði gert það að
sínu, svo það var þeirra beggja jafnt. Hún unni okk-
ur börnunum eins og sínu eigin. Markið var því hið
sama, að vinna að heill heimilisins og heiðri. Og í öllu
starfi sínu var stjúpa mín algerlega frjáls og óháð.
Hún gat hiklaust skoðað alt sem sitt eigið, og í öllu
þessu mikla starfi naut hún óblandins trausts móður
minnar. Hygg jeg að mjög sje sjaldgæft slíkt samband
og samvinna og lá það í óvenjulegum eiginleikum
beggja.
Þær bjuggu saman þangað til 1905. Þá flutti stjúpa
mín að Höfðabrekku í Mýrdal með Björgvin syni sín-
um, er var þá skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslu.
Hún hafði kostað hann til náms af eigin ramleik. Hafði
hann staðið fyrir búi móður minnar í 10 ár, eða frá því
hann lauk námi. Stjúpa mín var hjá syni sínum og
konu hans, Ragnheiði Einarsdóttur frá Höskuldsstöð-
um í Breiðdal, það sem eftir var æfinnar, fyrst á
Höfðabrekku og síðan á Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu.
Þar dó hún veturinn 1918. Starf hennar á heimili son-
ar hennar og tengdadóttur var að miklu leyti hið sama
og á Hallormsstað, því hún hafði þar búsýslu á hendi
lengst af. Sömu virðing^r og trausts naut hún í hinum
fjarlægu hjeruðum hjá öllum er þektu hana, og þeir
voru margir. En mest var hún auðvitað heimili þeirra
hjóna og börnum þeirra.
Móðir mín bjó 2 ár á Hallormsstað eftir að stjúpa
mín fór. En vorið 1907 var henni útbygt af jörðinni
af landstjóminni eða yfirstjórn skógræktannála. Fjell
henni það þungt, því fremur sem hún fann að það var
ranglátt. Hún hafði gert meira fyrir skógræktarmálið
en flestir mundu hafa gert í hennar sporum. Hafði lát-