Hlín - 01.01.1930, Síða 82
80
Hlín
aðra menn, úrræði og snarræði í öllum vanda, sem að
höndum bar og rausn sú og höfðingsskapur, er ein-
kendi hana ef til vill allra mest.
Jeg hef aldrei þekt neinn, sem átt hefur meira starfs-
þrek en þessi kona, og ekki þekki jeg heldur neinn, sem
eins hefur fórnað lífi sínu og kröftum fyrir aðra. Alt
líf hennar var þjónusta í orðsins eiginlegu merkingu.
Þó var eðlið ráðríkt og hún rjeði oft yfir mörgu fólki,
en hún var ekki komin til að drottna yfir því heldur til
að þjóna. Sú dygð átti sjálfsagt rætur í meðfæddri
samkend hennar með öðrum mönnum og í skyldutil-
finning-u hennar. Sorgir og þjáningar annara urðu
hennar eigin, og aldrei mun hún hafa sjeð aðra líða
skort, svo hún ekki reyndi að bæta úr honum. Þó hún
væri ekki rík, var eins og aldrei þrytu efni hennar til
að miðla öðrum og gera gott. Mjer fanst oft, að eigur
hennar hlytu að margfaldast við það að af þeim var
eytt. Og eiginleg virtist mjer hún mundi aldrei vera
eins ánægð með lífið og sjálfa sig, og þegar hún gaf
sem mest.
Hún var með allra myndarlegustu og fjölhæfustu
konum þeirra tíma, og var því oft leitað ráða hennar
og aðstoðar. Átti hún og marga vini.
Hún var trúhneigð og sá forsjón guðs í öllu, sem að
höndum bar, og var minna bil milli trúar hennar og
lífernis en alment gerist. Hún var prýðilega greind
kona, en hafði aldrei tíma til að lesa, en hugurinn var
opinn og móttækilegur, og þess vegna fylgdist hún vel
með öllu sem hún heyrði. Og alla æfi var hún að læra
og varð aldrei vart hjá henni þeirrar íhaldssemi, sem
einkennir marga menn, er þeir fara að eldast. Hún var
altaf ung í anda.
Enginn á henni þó meira að þakka en sú, sem ritar
þessar línur. Það er ekki rjett að orði komist að hún
gengi mjer í móðurstað, því jeg átti móður, en hún var