Hlín - 01.01.1930, Síða 83
Hlin
81
mjer önnur móðir, og jeg var henni handgengnari í
æsku en nokkrum öðrum. Sinti hún öllum æskubrekum
mínum, en kendi mjer og leiðbeindi er jeg eltist. Eng-
inn hefur vakað meir yfir velferð minni eða beðið mjer
betri bæna. Verður hún mjer æ fegurst fyrirmynd í
drengskap og fórnfýsi, atorku og sannri manndáð.
Móðir mín var stór kona vexti og svaraði sjer vel,
fríð sýnum og höfðingleg. Þeim, sem þektu hana, er
hún minnisstæðust ekki fyrir það sem hún gerðí, en
fyrir hvað hún var.
Sumir menn eru eins og minni en verk þeirra, aðrir
aftur meiri en verkin. Móðir mín var ein af þeim.
Skapgerð hennar og sálaráhrif mun hafa verið nokkuð
sjaldgæft og einkennilegt og er erfitt að gera skýra
grein fyrir því.
Hún var af öllum, sem þektu hana, talin gáfuð kona.
En gáfur hennar voru ekki fólgnar í skarplegri hugs-
un og rökhyggju, heldur í óvenjulega sterkri eðlisávís-
un og tilfinninganæmleik. Andlegt líf hennar streymdi
fram eins og lind, ósjálfrátt og fyrirhafnarlaust, en
tært og hreint.
Hún var bókhneigð, eins og áður er sagt, og hafði
einkum yndi af sögu og skáldskap. Sjerstaklega var
hún ljóðelsk og þótti vænt um lýriskan skáldskap. Jón-
as Hallgrímsson elskaði hún mest allra íslenskra
skálda og kunni megnið af kvæðum hans. í æsku höfðu
kvæði og rímur Sigurðar Breiðfjörðs haft mikil áhrif
á hana, og mun hún þar hafa fengið ást sína á fer-
hendunni. Hún gat, ef svo má að orði kveða, lifað tím-
um saman á velkveðinni ferskeytlu. Af skáldum síðari
tíma hjelt hún mest upp á Þorstein Erlingsson, einkum
náttúruljóð hans, en skoðanir þær sem birtust í fram-
sóknarkvæðum hans, fjellu henni líka vel í geð, einkum
fyrirlitning hans á allri hræsni og skinhelgi. Mjer er
6