Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 85
Hlin
88
um bbmum, sem ólust upp á Hallormsstað, vænt um
hana, og voru þau mörg. En öll gerðu þau sjer dælt við
hana, og er það ef til vill ein besta sönnun þess, hvað
hún var þeim góð, og hvað innilegt og frjálst var sam-
líf þeirra. Hún elskaði líka blóm og fuglasöng, og tal-
aði æfinlega um þröstinn eins og móðir talar um barn.
Ekki verður með rjettu sagt, að hún væri trúkona í
venjulegri merkingu þess orðs. Hún hugsaði ekki mikið
um þá hluti og öll heimspeki lá henni fjarri. Þess vegna
hneigðist hún lítið eða ekkert að ýmsum andlegum
hreyfingum nútímans eins og guðspeki og andatrú.
En hún efaðist aldrei um að eitthvert siðferðilegt lög-
mál væri að baki tilverunni. Og hún trúði á eilíf verð-
mæti. Hún trúði á fegurð, sannleika og rjettlæti, og þá
trú birti hún í lífi sínu.
Aldrei hef jeg þekt neinn eins frjálsan í raun og
sannleika og móður mína. Hún var undarlega óháð því,
sem flesta bindur meii-a og minna, t. d. almenningsá-
liti, dómum manna og dægurþrasi. Það var líkast því
sem henni kæmi það ekkert við. Og það var í rauninni
ekki hún, sem forðaðist hið illa, heldur virtist mjer
sem alt misjafnt forðaðist hana. Ekki aðeins talaði hún
aldrei ilt um aðra, en jeg efast um, að nokkur hafi
dirfst að tala slíkt í eyru henni.
Eftir að jeg man eftir, einkendi hana mest friður-
inn og jafnvægið, sem var yfir henni. Það stafaði út
frá henni og hafði ósjálfrátt áhrif á alla, sem voru með
henni. Mjer verður þessi friður jafnan ímynd þess,
sem kallað er heilog ró. Mjer hefur verið það ráðgáta,
hvernig móðir mín eignaðist þetta mikla jafnvægi. En
jeg spurði hana aldrei um það, býst við, að hún hefði
ekki getað gert grein fyrir því.
Enginn efi er á því, að ýmislegt af því, sem einkenni-
legast var og best í fari móður minnar hafði skapast
6*