Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 86
84
Mn
fyrir þá sjerstöku aðstöðu, sem hún hafði í lífinu, fyrir
það, að önnur kona tók af henni umsvif þau og áhyggj-
ur, er oft verður mestur þrándur í götu andlegum
þroska manna og gera þá háða á ýmsan hátt. En flest
hafði henni sjálfsagt verið gefið í vöggugjöf.
Fyrir móður mina og okkur börn hennar er það á
hinn bóginn ljúft, að hugsa til þess, að konunni, sem
tók þetta á sig fyrir hana, skyldi ekki verða það fjöt-
ur um fót, heldur einnig leið til fullkomnunar, af því
það starf var fært sem fórn.
Jeg sagði áður, að þeim mönnum fækkaði óðum, sem
myndu þessar konur, og áður en varir væri saga þeirra
gleymd.
Með því er þó enganveginn sagt, að líf þeirra hafi
verið þýðingarlaust. Við erum ekki nógu skygn til að
sjá öll þau áhrif, sem hver einstaklingur hefur á sam-
tíð sína. Og allra síst erum við fær um að mæla og
meta þau áhrif, sem mæðurnar hafa á börnin, jafnvel
áður en þau muna eftir sjer. En það, sem þau muna
frá æskuárunum, er þeim æfinlega dýrustu minning-
arnar. Þær verða aldrei þakkaðar eins og vert er. Við
verðum að sætta okkur við að geyma þær í auðmjúkri
lotningu. Sigrún P. Blöndal.
Fórnarlund.
Skömmu fyrir síðustu aldamót bar það við á Hóli í
Köldukinn, að kona ljest eftir nýafstaðinn barnsburð
frá mörgum ungum börnum. Heimilið var örsnautt,
svo ekki voru önnur úrræði en taka það upp og koma
bömunum fyrir. Greiðlega gekk að úvega vist þeim
börnunum, sem komin voru á legg. En ekki þótti ugg-
laust að örðugt myndi að fá góðan stað fyrir nýfædda
barnið. »Skyldi hún Kristín á ófeigsstöðum fást til að
taka það?« segir maður einn, sem hlut átti í því að ráð-