Hlín - 01.01.1930, Page 90
88
Hlín
beinn stigi (6 þrep) niður í kjallarahseðina, og annar
jafnhár upp á rishæðina. En þar er skellihurð og inn-
an við gangur, sem ganga má úr inn í 5 herbergi. —
í rishæðinni, í syðstu burst, er að vestan dagstofan, en
að austan hjónahúsið. Er nokkur súð á báðum þessum
herbergjum. — Sunnan við dagstofuna er bygð dálítil
sólstofa fyrir bíómrækt.
Bærinn er allur bygður úr r-steini (tvöfaldir veggir
með tróði), en þökin lögð sements-þaksteini. - Loft-
ræstingu er komið þannig fyrir, að loftpípa er utanum
reykháfinn fyrir syðstu burstina, en sjerstakur loft-
háfur er gerður fyrir næstu burst.
Vatnsbólið er ca. 1000 metra frá býlinu, er vatnið
leitt í y2” æðum heim að bænum, en greinist þar í 11
hana: 2 útihana,.2 í eldhúsi, 4 í þvottahúsi, 2 í svefn-
herbergi, og einn í fjósi. Eru mikil þægindi að því að
hafa vatnið svo víða. Skólpæðar liggja í kjallaragólfi
og frá flór í f jósi í skólpþró, sem er byggð niðri í hlað-
varpanum. Þessi áburðarblanda er ætluð til að vökva
með tún og garða.
Nýbýlið hafa reist þau hjónin, Sveinbjörn Jónsson
byggingameistari, og kona hans, Guðrún Þ. Björnsdótt-
ir, garðyrkjukona. Það er búið að rækta hjer um bil 6
—7 dagsláttur af landinu (garðar og graslendi).
Syðst í landareigninni er gil, og rann dálítill lækur
eftir því. f þessu gili var matjurtagörðunum valinn
staður. Þar er sæmilega gott skjól, annars er landið
nokkuð áveðurs. Læknum er að mestu leyti veitt burt
og holræsi sett í garðinn. — Grasivaxinn hvammur
með blómsturstöllum var gerður efst í daldraginu, er
þar ágætt skjól og yndislegut staður. (Þar hefur rit-
stjóri Hlínar undanfarandi 5 sumur unnið að Hlín
sinni og unað vel hag sínum).
Þau ár, sem Guðrún hefur haft garðyrkjuskóla sinn
á Knararbergi, hafa 6 nemendur notið þar kenslu í