Hlín - 01.01.1930, Page 91
Hlin
89
garðyrkju yfir vorið, sumarið og haustið, en 7 yfir
vorið einungis.
Jeg vil láta Guðrúnu sjálfa hafa orðið, og taka hjer
upp dálitla grein úr skýrslu hennar um skólann:
»Námsgreinar í garðyrkju eru: Matjurtarækt, trjá-
og blómarækt (áhersla lögð á uppeldi trjágróðurs), til-
búningur og meðferð vermireita og teikning á skrúð-
görðum. Inniblómarækt er einn liður garðyrkjukensl-
unnar. — Nemendur lærðu að fara með húsdýraáb.urð
og tilbúinn áburð. Nemendur mældu út og bjuggu til
skrúðgarð og brutu land fyrir kartöflugarð. Nemendur
fengu, auk verklegs náms, tilsögn í öllu þessu með fyr-
irlestrum og skrifuðu upp helstu atriðin sjer til minn-
is. Ennfremur var sjerstök áhersla lögð á, að þær
fengju æfingu í matreiðslu garðávaxta.* Brýnt var
fyrir nemendum gildi vel unninna starfa fyrir þann,
sem vinnur, og um gagnsemi jarðræktarinnar og upp-
eldisleg áhrif hennar á hugi manna. — »Jeg hef«, segir
Guðrú'n, »valið nýbýlið fyrir skólann með tilliti til
garðyrkjunámsins, til þess að nemendur geti fylgst
með í ræktun jarðarinnar frá byrjun, frá því að landið
var óræktarmór eða mýri, þar til það er orðið' að arð-
berandi matjurtagarði, og til þess þeir geti sjeð, hvað
rjettur og rækilegur undirbúningur er nauðsynlegur og
mikilsverður fyrir garðyrkjuna«. —
Guðrún hefur stundað kenslu í garðyrkju og starfað
að henni um 13 ára skeið hjer á landi, enda ber Knar-
arberg það með sjer, að þar er enginn viðvaningur að
verki. — Heimilið er fyrirmynd að allri umgengni og
tilhögun bæði úti og inni. Eiga hjóni'n bæði þátt í því
að gera garðinn frægan. Fyrir þeim vakir, að íslensk
* Húsbóndinn veitti nemendum fræðslu um fyrirlcomulag bygg-
inga, vatns- og skólpleiðslur o. s. frv.).