Hlín - 01.01.1930, Side 92
90
Hlín
sveitaheimili megi verða vistlegir, aðlaðandi og heilsu-
samlegir mannabústaðir.
Halldóra Bjamadóttir.
Þriðji Landsfundur kvenna.
var haldinn í Reykjavík á s.l. sumri, 4.—10. júlí (að
báðum dögum meðtöldum).
Samkvæmt samþykt síðasta Landsfundar, sem hald-
inn var á Akureyri 1926, boðaði Kvenrjettindafjelag
Islands til fundarins, og voru mættir rúmlega 30 full-
trúar úr öllum landsfjórðungum.
Ingibjörg ólafsson, ferðafulltrúi K. F. U. K. á Norð-
urlöndum, var gestur fundarins.
Fastar nefndir voru skipaðar í þessi mál: 1. Sam-
vinna kvenna, 2. Mæðrastyrkir og barnavernd, 3.
Hjúkrunar- og heilbrigðismál. 4. Menta- og launamál
kvenna.
Forgöngukonur fundarins fengu Alþingishúsið til
umráða, og var fundurinn haldinn í sal neðri deildar
Alþingis, setti staðurinn mikinn svip á fundinn.
Þessar samþyktir voru gerðar á fundinum:
Samvinna kvenna:
1. Þriðji Landsfundur kvenna leggur til, að kvenfje-
lög landsins kjósi hvert fyrir sig 3ja kvenna nefnd, er
starfi í sambandi við Kvenrjettindafjelag fslands og
undir forustu þess að þeim málum kvenna, er snerta
þátttöku þeirra í opinberu lífi þjóðarinnar.
2. Þriðji Landsfundur kvenna leggur til, að nefndir
þær, sem samþykt hefur verið að kosnar væru undir