Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 93
Hlln
91
forustu K. R. F. f. nefnist Kvenrjettindaráð fslands, og
fari sjerstaklega með þau mál, sem snerta atvinnulíf
og löggjöf. Hver nefnd beiti sjer einkum fyrir málum
síns hjeraðs, ásamt fjelagi sínu, en þó geta nefndimar
staðið í innbyrðis sambandi, þegar um sameiginleg mál
er að ræða. Kvenrjettindaráð þetta kveðji til lands-
funda, þegar þörf gerist og ástæður leyfa, og með líku
fyrirkomulagi og verið hefur.
(Tillögurnar frá Sigrúnu Blöndal, Mjóanesi).
Fastar nefndir milli Landsfimda:
1. Þriðji Landsfundur ltvenna felur Kvenrjettinda-
fjelaginu að skipa í fastar milliþinganefndir. Þær
nefndir starfi áfram, sem kosnar voru fyrir fundinn,
en Kvenrjettindafjelaginu veitist heimild til þess að
bæta í þær konum, svo að nægilega margar sjeu í
Reykjavík, til þess að starfa þar saman.
Hússtjórnarfræðsla og Ijettir heimilisstarfa:
1. Þriðji Landsfund'ur kvenna skorar á Kvenfjelaga-
samband íslands að vinna að þvi af alefli, að sem fyrst
verði komið á fót skóla fyrir kenslukonur í húsmæðra-
fræðum.
(Tillagan frá Sigrúnu Blöndal).
2. Þriðji Landsfundur kvenna í Reykjavík telur
æskilegt, að í bygðum landsins, bæði við sjó og í sveit-
um, sje komið á samvinnu um ýms erfiðustu verk heim-
ilanna, svo sem: þvotta, brauðgerð, niðursuðu matvæla
og fleira, og vill Landsfundurinn beina því sjerstak-
lega til kvenfjelaga úti um land, að þau vinni að
því að hrinda þessu 'máli í framkvæmd og fái til þess
styrk frá sveita- og bæjarfjelögum.
Tillagan frá Sigr. Jónsdóttur, Brekku, Eyjafirði).
3. Þriðji Landsfundur kvenna lítur svo á, að ekkert
eitt mál geti haft slík áhrif á viðreisn sveitanna sem
rafvejtumálið, og leyfir sjer að skora á þing og stjórn