Hlín - 01.01.1930, Síða 94
92
Hlin
að vinna að því, að bændum verði gefinn kostur á hag-
kvæmum lánum til rafveitu.
(Till. frá Guðr. Jóhannsdóttur, Kollafirði og Guðr.
Lárusdóttur, Reykjavík).
Mæðrastyrkir og bamavernd:
1. I sambandi við milliþinganefnd þá, er Alþingi
skipaði í vetur sem leið í tryggingamálum, skorar 3.
Landsfundur kvenna á ríkisstjórnina, að gefa mæðra-
styrksnefndinni kost á að bæta einni konu í nefndina.
2. 3. Landsfundur kvenna skorar á Alþingi að sam-
þykkja frumvörp þau frá Mæðrastyrksnefndinni, er
lágu fyrir síðasta Alþingi.
(Tillögurnar frá Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Rvík).
(Engin tillaga kom fram um barnavernd, þar sem
beðið er eftir áliti milliþinganefndar þeirrar, er skipuð
hefur verið til þess að undirbúa löggjöf um þetta efni).
Hjukrunar- og heilbrigðismál:
1. 3. Landsfundur kvenna skorar á þing og stjórn að
sjá hjeruðum landsins fyrir lærðum hjúkrunarkonum,
sem gætu haldið námsskeið og haft eftirlit með heil-
brigðismálum og sjúkarhjúkrun hjeraða. Telur fund-
urinn þörf á minst 2 hjúkrunarkonum í hverja sýslu.
(Till. frá Sigr. Eiríksdóttur og Laufeyju Valdimars-
dóttur).
2. 3. Landsfundur kvenna skorar á þing og stjórn að
bæta kjör ljósmæðra í samræmi við kröfur ljósmæðra-
fjelagsins.
(Till. frá Rannveigu Jónsdóttur, Stykkishólmi).
3. 3. Landsfundur kvenna leggur til að ljósmæðrum í
fámennum hjei’uðum sje gefinn kostur á hjúkrunar-
námi, svo að þær geti gegnt hjúkrun jafnframt Ijós-
móðurstarfinu.
(Till. frá Sigrúnu Blöndal).
4. 3. Landsfundur kvenna skorar á þing og stjórn
að hlutast til um að allir berklasjúklingar sem þurfa