Hlín - 01.01.1930, Side 95
Hlín
93
ljóslækninga við, njóti sama styrks frá því opinbera,
hvar sem er á landinu.
Bmdmdismál:
1. Jafnframt því að Landsfundur kvenna endurtekur
samþyktir sínar frá 11. júní 1926 og vinnur að fram-
kvæmdum þeirra, þá skorar fundurinn á ríkisstjórnina
að fella tafarlaust niður vínsölu á Siglufirði og að
vinna af alefli gegn vínbruggun í landinu.
2. Landsfundur kvenna samþykkir að skora á allar
konur að vinna alvarlega á móti nautn áfengra drykkja
og gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að Spán-
arundanþágan verði feld úr gildi.
(Tilllögurnar frá Jónínu Jónatansdóttur, Rvík).
3. Fundurinn skorar á allar konur landsins að hefj-
as handa gegn tóbaksnotkun, einkum kvenna og barna,
sem virðist fara sívaxandi.
(Till. frá Guðrúnu Lárusdóttur).
Tollmál:
1. Landsfundur kvenna felur Kvenrjettindaráðinu að
skipa nefnd til að athuga álagningu tolla. Mótmælir
fundurinn því, að tolluð sjeu nauðsynleg vinnuáhöld
kvenna og margskonar nauðsynjavörur, og felur nefnd
þessari að koma með breytingar á tolllögum, í samræmi
við kröfur kvenna, og að vinna að því að Alþingi taki
þær til greina.
(Till. frá Valg. Jensdóttur, Hafnarfirði og Laufeyju
Valdimarsdóttur, Reykjavík).
Menta- og launamál Icvenna:
1. Þar sem konur eru alment miklu lakar launaðar
en karlmenn, við flest þau störf er þær fást við, telur
Landsfundur kvenna nauðsynlegt að þær hafi samtök
til þess að bæta kjör sín.
Telur fundurinn nauðsynlegt að rannsókn sje hafin
á menta- og launamálum kvenna og felur mentamála-
nefndinni að gangast fyrir því, svo að augljóst verði,