Hlín - 01.01.1930, Side 96
94 Hlín
hversu ranglát eru launakjör kvenna í samanburði við
laun karlmanna.
Felur Landsfundur kvenna menta- og launamála-
nefnd sinni að starfa að framkvæmd tillaga þeirra,
sem nefndar eru hjer að ofan, og vinna að úrlausn
þessara mála.
Nefndarálit samþykt á fundinum:
a) Landsfundur kvenna aðhyllist þá grundvallar-
reglu, að sömu laun beri að greiða konum sem körlum
fyrir sömu vinnu.
b) Telur fundurinn sjálfsagt að regla sú, sem á-
kveðin er í lögum frá 1911, um aðgang kvenna til allra
opinberra embætta og sýslana, með sömu launum og
karlar, skuli einnig ná til allra starfa, sem launuð eru
af opinberu fje, en ekki hafa verið talin í þessum
flokki, svo sem störf á skrifstofum ríkis og bæja, síma,
pósthúsa og banka og hverskonar opinberra stofnana.
Telur fundurinn heppilegt, að slík störf sjeu flokkuð, og
sjeu sömu laun í hverjum flokki fyrir karla og konur,
og aðgangur sami fyrir bæði kynin tii þess að ávinna
sjer rjett til þess að fá vandasamari og betur launuð
störf. Gildi sömu lög um eftirlaun (maka), hvort hjóna
sem í hlut á, og sjeu engar lagahömlur lagðar á vinnu
giftra kvenna.
(Till. og nefndarálit frá Laufeyju Valdimarsdóttur).
Áskorun til Alþingis um opinbera viðurkenningu d
störfum frú Bríetar Bjamhjeðinsdóttur.
Þriðji Landsfundur ísl. kvenna skorar eindregið á
þing og stjórn að veita frú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur
álitlegan lífeyri, sem viðurkenningu fyrir margþætt og
vel unnið æfistarf hennar í þágu þjóðfjelagsins.
(Borin fram af Sigurlínu R. Sigtryggsdóttur, Æsu-
stöðum í Eyjafirði, undirrituð af öllum fundarkonum).
Viðurkenning ,á þingstörfum fyrsta kvenfulltrúans:
S. Landsfundur kvenna vottar frk. Ingibjörgu H.