Hlín - 01.01.1930, Page 97
Élín 95
Bjarnason fylstu þökk sína fyrir vel unnin störf á
þingi þjóðar vorrar.
(Flutt af Guðrúnu Lárusdóttur).
í sambandi við fundinn var margt og mikið gert full-
trúunum til fróðleiks og skemtunar. — Fyrst má telja
samsæti fyrir Vestur-íslensku konurnar í Iðnó, afar-
fjölment. — Þá höfðu forsætisi'áðherra-hjónin boð inni
fyrir konurnar. — Fjölment kveðjusamsæti var full-'
trúunum haldið á Hótel Borg. — Bæjarstjórn Reykja-
víkur bauð til dagverðar austur í Þrastarlundi, og
stýrði bæjarfulltrúi, Guðrún Jónasson, förinni sköru-
lega. í þeirri för var mjólkurbú Flóamanna skoðað. —
Þá skoðuðu fulltrúarnir hin nýju veglegu hús: Land-
spítalann og Elliheimilið. — Stjórn Hallveigastaða-
sjóðsins bauð til kaffisamdrykkju, að henni lokinni
voru skoðaðar hinar tvær umræddu lóðir undir kvenna-
byggingu við Lindargötu og Garðastræti. Einn daginn
var skoðað barnaheimili Þuríðar Sigurðardóttur og
Hjálparstöð kvenfjelagsins »Líkn«.
Sameiginleg kaffidrykkja var dáglega í »Kringl-
unni«, og eitt kvöld var haldið svokallað »Baðstofu-
kvöld«. Mæðrastyrksnefndin bauð til þess. Var þar
margt til skemtunar: Söngur, hljóðfærasláttur, sagðar
sögur, hafðar yfir þulur, o. s. frv. — Eitt kvöld buðu
4 Reykjavíkurfulltrúarnir aðkomukonunum til kvöld-
fagnaðar, hver heima hjá sjer.
Landsfundurinn naut styrks bæði úr ríkissjóði og
bæjarsjóði Reykjavíkur.
Sigrún P. Blöndal mæltist til þess að næsti Lands-
fundur yrði haldinn á Austurlandi, og var því tekið
með ánægju og þakklæti.
FundarJcona.