Hlín - 01.01.1930, Síða 98
Hlín
96 '
Móðir, kona, meyja.
Erindi flutt að Hvítadal í Dalasýslu 28. júlí 1929, aí
Sveini Gunnkmgssyni skólastjóra í Flatey.
Tileinlcað konum í Dölum.
Um enga veru undir sólinni hefur veiúð jafn mikið
skrifað og talað og um konuna. Móðir, kona, meyja
hafa frá upphafi vega verið umtals- og yrkisefni skáld-
anna. Engin skáldsaga hefur verið skráð svo, að ekki
væri konan þar rauði þráðurinn. —
í æsku minni dáðist jeg mjög að hetjunum og
hreystimennunum, sem börðust djarflega á vígvöllun-
um og unnu glæsta sigra. Jeg hjelt að þeir, sigurvegar-
arnir, væru mestir í heimi. En nú veit jeg betur. Það
var tíðast konuást, sem knúði þá fram til sigurs, og
gaf þeim afl í arm og orku í barm, enda hafa fjölda
margir þeirra vottað það, að hið nýtasta í þeim hafi
verið gjöf frá ástmey þeirra, konu þeirra, en þó alloft
frá henni móður þeirra. Það var í raun rjettri móðir,
kona eða meyja, sem var sigurvegarinn.
Stjómmálaskörungarnir, sem með mælsku sinni og
sannfæringarkrafti hafa leitt gæfu og gengi yfir heil-
ar þjóðir, hafa og verið mjer aðdáunarefni, en sami
er vitnisburður þeirra — konan, móðirin, var aflgjaf-
inn þeirra. Jeg dáist að og elska vísindamennina, sem
með visku sinni hafa lyft heimi þessum. Jeg dáist að
og elska listamennina og skáldin, sem hafa kveðið og
sungið og mótað fegurðina inn í sálir mannanna. Hver
var orkugjafinn þeirra? Móðir, kona, meyja. Þeir hafa
vottað það margir — margir —, og þótt þeir aldrei
hefðu gert það, þá væi*i það samt á allra vitorði. Því,
hvaðan kemur jurtin nema upp af fræinu? Á hverju