Hlín - 01.01.1930, Page 99
HUn
97
hvílir byggingin öðru en undirstöðunni ? Og er það þá
að furða þótt mörg hugsun og mörg orð sjeu helguð
meyjunni, konunni og móðurinni.
Og því vil jeg í dag, hjer í sýslu hinna ódauðlegu
kvenna í sögu lands vors, minnast konunnar. Segja ör-
i'á orð um konuna og hlutverk hennar sem meyjar,
konu og móður.
I.
Er hlíðin vaknar við vorsins blóma
með vangann brosandi af röðulljóma,
við fossaleik og lindahjal
i ljósum dal.
Á góðum bæ, sem að glóey virðir,
í góðri sveit, sem að drottinn hirðir.
Já, — Islandsdóttir — áþekk sýn
er umgerð þín.
Við móðurhjartað jeg veit þig vermda,
jeg veit þig dafna og sje þig fermda,
og þykku lokkamir lengjast þjer
og leika sjer.
Og dula sál þína draumar kringja,
og dýrar vonir í leynum syngja,
uns helgimild, en hamrömm þrá
þig hrópar á.
(Jak. Thor.: íslandsdóttir).
Skáldið Jakob Thorarensen lýsir í þessum erindum
islensku meyjunni — sem dýrlegu djásni, er greypt
sje í hina fegurstu umgerð sem fást kann, sólbjartan,
íslenskan júnímorgun. — Líkingin er snjöll og fögur.
7