Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 100
98
HUn
Hver ungmær í æskublóma, með sakleysi í svip og
brosi, er í mi'num augum sólbjartur, fagur vormorgun,
þrunginn vonum og fyrirheitum um dýrlegan dag alt
fram að sólarlagi. — Það virðist eins og engri veru
sinni hafi .Guð miðlað jafn miklu og yngismeyjunni,
sem vel er gefin. Enda lika eru engar verur, sem frem-
ur er falið að móta lífið og tilveruna og ráða yfir skini
og skuggum lífsins. — Á öllum gleði- og gæfutímabilum
sögunnar er það meyjan, sem á mestan þáttinn í aðal-
hlutverkinu og í leikslokunum. Og í öllum sorgarleikj-
um sögunnar er það líka meyjan, sem aðalhlutverkið
leikur. — Hver einasta yngismey ræður yfir einhverju
af hinum máttugu öflum: Fegurð, blíðlyndi, ástartöfr-
um. Þetta eru öfl, sem orka tvennu, hafa gert það og
munu framvegis gera það: Að breiða sólbirtu og sum-
ardýrð siðgæðis og hreinleika yfir heiminn — eða
draga yfir tilveruna nátthulu lausungarinnar.
Yngismey! Þjer ber að gæta þess, að æskufegurð þín
hefur þjer verið gefin til þess að kveikja ljós — til þess
að knýja fram alt hið göfugasta, fegursta og hreinasta
í fari þeirra, sem þú umgengst. En fegurðin og æsku-
yndisleikinn hefur ekki verið gefin þjer til þess að
vera tálbeita á öngli hjegómadýrðar og yfirdrotnunar,
eða til þess að vera fórn á altari lágra hvata. Blíðlynd-
ið hefur verið lagið í sálu þína til þess að þú andaðir
frá þjer yl, hvar sem þú ferð, framkallaðir sólbirtu
friðarins, þar sem skuggar sundurlyndisins sitja að
völdum, og til þess að þú ljetir renna upp sólhlýjan
sumardag, þar sem vetrarnæðingarnir hafa leikið laus-
um hala. — Töfrasproti ástarinnar hel'ur verið þjer í
hendur lagður, til þess að skapa með kristallshöll kær-
leikans hjer á jörðu — til þess að kveikja með helgan
eld, sem logar — en brennir ekki. — Áhrif þau, sem
meyjan með ástum sínum hefur haft á heiminn eru
svo hyldjúp og margvísleg, að þau yrðu ekki rakin á