Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 101
Hlin
99.
annan hátt en þann, að segja alla sögu veraldar frá
upphafi vega, og væri þ6 ekki hálfsagt, því flestir þætt-
ir þeirra áhrifa eru óskráðir.
Ást til konu er að þakka alt hið besta og fegursta,
sem unnið hefur verið og sem sagt hefur verið í heimi
hjer. — Hver skóp skáld aldanna? Hver gaf heimi
þessum Dante, Petrarca, Boccasio, Gothe, Björnsson,
Ibsen, Byron, Andersen, Thorvaldsen, Lincoln? Hver
mótaði þá? Meyjan, sem þeir elskuðu. —
Meylegur hreinleiki, fegurð og blíða getur breytt
heiminum í himnaríki — tímanum í eilífðar sælu. —
Misnotkun meylegs hreinleika, fegurðar og blíðu getur
sökt heiminum niður í helslóðir — og gert tilveruna að
eilífðarlöngu eymdarstriki. — Sagan sannar það —
lífið sannar það daglega.
Meyja! Hlutverk þitt er dýrlegt. öflin, sem þjer hafa
verið í sálu lagin. Vöggugjöfin, sem himininn gaf þjer
orka þessu: Ljósi — og myrkri — lífi og dauða. Himn-
eskri dýrð og helskuggum.
Yngismey! Mundu að það er vandi að bera »gullþing
í gleri«. Leiktu þjer aldrei að logandi eldinum. —
Mundu! Hlutverk þitt er: Að kveikja ljós — en ekki að
slökkva. — Gættu þessa þegar sólin rís — þegar hún
er í hádegisstað — og þegar kvöldar að, því myrkrið er
óvinur ljóssins.
Sem sól á heiðbjörtum maímorgni,
er myrkrin sópast úr hverju horni,
eins satt er heitorð þitt, heitt og traust
og hikalaust.
Þín köllun blessist á öllum öldum,
þig efli drottinn að kærleik völdum.
Já — heill sje lífs þíns hlýja blæ
á hverjum bæ. (Jak. Thor.: fslanclsdóttvr).
7*