Hlín - 01.01.1930, Page 102
100
Hlin
II.
Jeg uni mjer best við arin minn,
er elskan mín situr með bros á kinn
og raular á vökunni sönginn sinn
við sofandi glókolla mína.
Jeg sit við borðið og les þar ljóð,
er loginn snarkar á aringlóð,
og brosandi geislar af gömlum óð
sem góðvina bráleiftur skína.
Og hvar sem jeg lít er ljósbros eitt,
í litlu stofunni er bjart og heitt.
frá dagstriti hvílist þar höfuð þreytt
í heimilisfriðarins ríki.
Sem barnsaugu horfi’ inn í huga mjer,
með himneskan unað í för með sjer,
hvert smávægið ylríki og- birtu ber
í brjóst mjer í engilslíki.
Mjer finst jeg við alt og alla í sátt,
til einhverra þrekvirja finn jeg mátt, —
jeg kenni hvern einasta. andardrátt
af elskunnar ljósvaka þrungin.
Á blíðstiltum Ijóðhreimum berst mín önd,
sem brosandi leiði mig Guð sjer við hönd
í eilífra. hugsjóna heiðbjört lönd,
og jeg heyri þar friðarmál sungin.
Hún leggur á öxl mjer lófann sinn
og ljett og vorhlýtt um kollinn minn
hún strýkur — og mjúkan koss á kinn
jeg kenni sem árblæ hlýjan.
Þá finst mjer sem góðir andar að
mjer ástmál hvísli, og geisla bað
frá himni mig laugi á helgum stað
og hreimblæ mjer veki nýjan.