Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 104
102
Hlín
Fjarri sje það mjer að nokkaru leyti, að beina orð-
um í þá átt, að konur eigi ekki sama rjett til athafna
og starfa á öllum sviðum lífsins eins og karlmenn, því
það er sjálfsagt. En ávalt finst mjer það, að sjerstak-
lega sje það þó köllun konunnar að starfa innan vje-
banda heimilisins. Jeg álít heimilið vera konungsríki
konunnar. Vígslu til þess konungsdóms hefur hún hlot-
ið af íeðra mætti. Þaðan er það, sem hún á að senda
ylinn og friðinn, göfgina og blessunina út um heiminn.
Hvert heimili er eíhn steinn í alheimsbyggingunni.
Hver einstaklingur á heimilinu er eitt sandkorn í hinu
volduga musteri —• alheimsbyggingunni. — Hver þjóð
sem á heimili, þar sem ríkir eining og friður, siðgæði
og starfsgleði, er í hádegisstað hamingju sinnar. En
sú þjóð, sem á mörg heimili, sem svo eru illa farin, að
þau eiga vart skilið það fagra heiti, stendur í náttmála-
stað tilveru sinnar og hamingju.
Það er vandi að vera kona og húsmóðir. Það er vandi
að vita sig vera því hlutverki háðan að eiga að vinna
hið stærsta og æðsta hlutverk sem til er.
En jeg held að Guð fái engum erfiðara verkefni að
vinna, en það sem hver og einn er fær um að inna af
hendi, ef allir kraftar eru fram lagðir.
Jeg efast ekki um, að öllum konum muni virðast það
ókleyft starf, að gera heimili sitt þannig: Að hvar sem
litið er »sje Ijósbros eitt«. Gefa hverju smávæginu það
afl, að það geti borið í brjóst þeirra, sem á heimilunum
eru, birtu í engilslíki. Gera svo rótt og frítt innan
veggja að úr hverjum hug hverfi alt hatur og beiskja,
og hverjum einum finnist hann vera sæll og sáttur við
alt og alla, og finnist hann eignast mátt til þrekvirkja.
Og að þeim, sem á heimilinu eru virðist eins og Guð
sjálfur leiði þá um vorlönd eilífra hugsjóna. Að öllum
finnist þeir verða hreinir, frjálsir og hugdjarfir, og
finni skyldleik sinn við Guð og kærleikann. — Vissu-