Hlín - 01.01.1930, Síða 106
104
Hlin
III.
Jeg hef lesið líkingu eftir danska skáldið, Johannes
Jörgensen, hún er svona.
»Það var fagran septembermorgun. Engið var al-
skreytt daggperlum. í loftinu svifu silkiblikandi vefj-
arþræðir skordýranna. Langt að komu þeir, langt burt
svifu þeir. — Einn þessara þráða festist í krónu á há-
vöxnu trje.
Loftfarinn, sem með þræðinum var — svolítil köng-
urló, — yfirgaf farið sitt og fór að klifra um laufið.
En henni geðjaðist ekki að umhverfinu, í skyndi spann
hún sjer nýjan þráð og Ijet sig síga niður í stórt
þyrnigerði. Þar var nóg af greinum og kvistum, sem
gott var að festa net á. Og kÖngurlóin tók til starfa.
Þráðinn að ofan, sem hún kom í, hafði hún fyrir uppi-
stöðu. Og vefurinn hennar varð stór og fallegur. Dag-
ur af degi ieið. Það fór að verða fátt um flugur að
veiða, og köngurlóin þurfti að stækka vefinn, og »þráð-
urinn að ofan« gerði henni það kleift, með aðstoð hans
gat hún fært út kvíarnar. Köngurlóin var hreykin af
verki sínu. Hún var nú enginn smælingi eins og fyrst,
þegar hún kom svífandi í þræðinum sínum, blásnauð
og lítilsmegandi. Nú var hún stór og vel stæð köngur-
ló og átti stærsta netið í gerðinu.
Einn morgun vaknaði hún við vondan draum. Það
hafði verið frost um nóttina. Enginn sólgeisli ljómaði.
Engin fluga suðaði, nú hlaut hún að sitja aðgerðalaus
drungalegan haustlangan daginn. Til þess að eyða tím-
anum, fór hún að athuga hvort vefurinn þyrfti hvergi
aðgerðar við. Hún reyndi alla þræðina, og hvergi var
nokkur minsti galli, en þrátt fyrir það varð hún hvorki
glaðari nje geðbetri.
f útjaðrinum á vefnum rakst hún á þráð, sem hún
ekki kannaðist við. Allir hinir þræðirnir lágu að kvist-