Hlín - 01.01.1930, Side 107
Hlin
105
um og greinum, og hún vissi hvar hver einasti þeirra
var festur. En þessi þráður, hann var svo óskiljanlegur.
Hann átti sjer enga sýnilega festu, hann kom einhvers-
staðar þarna langt að ofan. — Köngurlóin reis upp á
aftur-fæturna og horfði upp í loftið með öllum aug-
unum sínum, en hún sá ekki hvert þráðurinn lá, það
leit helst út fyrir að hann hjengi beint niður úr skýj-
unum. — Köngurlóin varð reiðari og reiðari, eftir því
sem hún starði lengur árangurslaust. Hún mundi nú
ekki nokkurn hlut eftir því, að hún kom einmitt niður
eftir þessum þræði einn sólríka sumardaginn fyrir
löngu síðan.
Hún mundi ekkert eftir því til hve ómetanlega mik-
ils gagns einmitt þessi þráður hafði verið henni, þegar
hún var að spinna vefinn sinn.
Hún var búin að gleyma því öllu — hún sá aðeins
að þetta var einhver gagnslaus aukaþráður, sem lá
eitthvað út í bláinn. »Burt með þig«, hugsaði köngu-
lóin í bræði sinni og beit þráðinn sundur í miðju, en
í sama vetfangi slaknaði á vefnum, og netið hennar
fallega hrapaði langt, langt niður. — Þegar köngur-
lóin kom til sjálfrar sín aftur, lá hún á jörðinni og
netið hennar var vafið um höfuð hennar og ætlaði að
kæfa hana. — Á einu vetfangi hafði hún gert að engu
alt æfistarf sitt, af því, að hún þekkti ekki »þráðinn
að ofan«.
Án kærleika væri engin menning til, engin sönglist,
engin fegurð í skáldskap nje listum. í fám orðum:
Ekkert það væri til í lífi mannanna, sem gerir þá æðri
dýrunum, ef kærleikann vantaði. Virtu fyrir þjer kær-
leikann í hans sönnustu og fullkomnustu mynd — í
hinni skilyrðislausu fórn — í sambandi hans við alt,
sem æðst er og göfugast í sálarlífi mannanna. Virtu
fyrir þjer vald hans yfir öllu því í lífinu, sem lágt er