Hlín - 01.01.1930, Side 109
HUn
107
þarf með. Meðaumkunin er vakandi, og- hjálparhöndin
framrjett, svo framt hún nær til.
Sem móðir stendur konan gagnvart hámarki köllun- '
ar sinnar, horfist í augu við mestu sælu og mestu al-
vöru lífsins.
Af hverju er heimurinn eins og hann er? Af hverju
er starf vort í molum? Af þeirri ástæðu, að svo margir
okkar þekkja ekki »þráðinn að ofan«, samband vort
við almættið — af því vjer gleymum þessu og lítilsvirð-
um »þráðinn að ofan« og þann mátt, sem hann má
veita. Við könnumst öli við þræðina þá í æfivefnum
okkar, sem við sjálf höfum lagt, vitum hvaðan og hvert
þeir liggja, og hvað við höfum ætlað okkur á þeim að
byggja. En við gleymum oft »þræðinum að ofan«. —
Fullkomnunartakmark mannsins er að þekkja þráðinn
þann, og láta öli sín störf knýtast við hann. Og sú lífs-
vera, sem öllum fremur hefur á hendi vandann af því,
að að því marki verði stefnt og því verði náð, er kon-
an, sem er móðir. Henni er falinn sá vandi ,að spinna
.eilífðarguliið og eilífðarsilkið í sálum barnanna sinna,
og tengja það »þræðinum að ofan«. — Það verk getur
enginn unnið eins og móðirin, því efnið það er svo hár-
fínt og guðdómiegt, að engar hendur geta höndlað það.
nema hendur móður-kærleikans — með Guðs hjálp.
Móðir! Kona! Meyja!
Dásamlegt er hlutverk þitt að tvinna saman tímann
og eilífðina. —