Hlín - 01.01.1936, Síða 12
10
Hlín
okkar stærstu áhugamálum og að Sambandið hefði
stigið stórt spor með því að styrkja fjelög innan Sam-
bandsins til að auka garðræktina, bæði með kaupum á
plöntum, en þó sjerstaklega með því að hafa starfandi
garðyrkjukonur á fjelagssvæðinu.
Urðu miklar og fjörugar umræður um málið og tóku
11 konur til máls. Kom þeim öllum saman um hina
knýjandi þörf á að auka og bæta garðræktina og kenna
fólki að hagnýta sjer garðamatinn betur en verið hef-
ur. Einnig var hvatt til aukinnar trjáræktar og að lít-
ill laglegur skrúðgarður yrði við sem flest heimili.
Eftirfarandi tillaga kom fram frá Þóru Stefánsdótt-
ur: „Fundurinn lýsir áhuga sínum fyrir garðyrkjumál-
inu og treystir stjórninni til að hafa framkvæmdir í
því, en vill benda á, að æskilegt væri, að Búnaðarsam-
bönd sýslanna, sem S. N. K. nær yfir, vildu styrkja
þetta meir en verið hefur.“
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæð-
um. — Þá gerði formaður fyrirspurn til fundarins um
það, hvort ekki væri sjálfsagt, að reyna að hafa 2 garð-
yrkjukonur starfandi á fjelagssvæðinu næsta ár og
voru fundarkonur því samþykkar. — Einnig var sam-
þykt að veita Kvenfjelagi Suður-Þingey.inga 50.00 kr.
til plöntukaupa nú þegar. — Sömuleiðis var Kvenna-
sambandinu í V.-Húnavatnssýslu lofað garðyrkjukonu
næsta sumar og 50.00 kr. til plöntukaupa, þar sem það
hefði komið fram við umræðurnar, að styrkur til
plöntukaupa þyrfti að íylgja garðyrkjukonunum.
9. Hjúkrunarmál.
Framsögu hafði Vjedís Jónsdóttir. Lagði hún sjer-
staka áherslu á, að fulla rækt beri að leggja við hjúkr-
unarmálin, þar sem svo margar konur væru einar við
heimilisstörfin, sjerstaklega í sveitum og strjálbýlum
hjeruðum, áleit hún, að það beri að vinna að því og