Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 22
20
Hlín
ur með tekjurnar. Og var því sú breytingartillaga sam-
þykt, „að verja skyldi tekjum fjelagsins eins og fje-
lagskonum finst mest þörf fyrir í það og það skifti til
bágstaddra, og ef þær sæju sjer fært að styrkja eitt-
hvert gott fyrirtæki11. —
Það er ekki ætlun mín að telja fram útlát fjelagsins
á þessum árum. Læt nægja að segja að það hefur varið
tekjum sínum, jafnóðum og þær hafa orðið til, ein-
hverri góðri hugsjón til stuðnings. — Fjelagið hefur
altaf verið fátækt, en með áhuga og samstarfi fjelags-
kvenna hefur því tekist að láta töluvert gott af sjer
leiða. Það hefur verið vinsælt og því oftast orðið vel
til með samkomur sínar. Og er ljúft og skylt að þakka
öllum utanfjelags, sem oft hafa á einn eða annan hátt
stutt samkomur þess. —
í seinni tíð hefur fjelagið lagt nokkuð til starfs fyrir-
tækja, t. d. á dýrtíðarárunum, þegar svo erfitt var með
öll viðskifti og afkomu, keypti það spunavjel, stóra og
dýra, 24 þráða. Hún er búin að vera til mikils gagns
fyrir sveitina, og hefur ákaflega mikið verið spunnið á
hana, bæði til vefja og prjónaband. Það var veruleg
lyftistöng fyrir tóskap sveitarinnar, sem mjög var í
rýrnun vegna fólksleysis. Ýmist hefur vjelin gengið
upp í sveitina eða konur hafa farið í kaupstaðinn og
spunnið þar.
Þá hjelt kvenfjelagið vefnaðarnámsskeið 1924 og nú
er yfirstandandi saumanámsskeið fyrir ungar stúlkur.
Bæði þessi námsskeið hafa verið mjög vel sótt og um-
sókn meiri en hægt var að sinna og sýnir það þörfina
fyrir slíka starfsemi og væri líklegt að það styddi fram-
gang fjelagsins. Það, sem fjelagið hefur gert, hefur það
gert af eigin rammleik, og aldrei sótt um styrk. Jeg
held það kjósi heldur að starfa minna, en sjáfstætt. Til
þess að ná víðtækara starfi, af því sveitin er svo stór,
var stofnsett deild upp í sveitinni, sem kölluð er Hofs-