Hlín - 01.01.1936, Side 25
Hlín
23
um það, hver sje kjarnamerking þeirra orða. Jeg lít
svo á, að tekstaorð vor í dag boði oss, í því efni, eina
þá skýringu, sem ekki verði um deilt, að öðrum ólöst-
uðum. —•
Vorið er komið. Sólin skín á heiðum himni, lýsandi
yfir land og haf. Veturinn hefur verið langur og örðug-
ur, og nú flýtum vjer oss út að fagna ljósi og gróðri.
En hugsum oss að einhver af oss sæti eftir inni, í
dimmu herbergishorni og fjarri glugga. Ekki gæti hann
þar sjeð hina dýrðlegu dagsól. Ekki beint. En óbeint
gæti hann það. Væri spegill, eða einhver skygður flöt-
ur á veggnum gegnt honum, gæti hann þar sjeð mynd
sólarinnar. Þannig gæti hann sjeð sólina fyrir endur-
speglun eða endurskin.
„Enginn hefur nokkurntíma sjeð Guð.“ En mannkyn-
ið, sem ennþá býr í rökkurþungum vistarverum holds
og efnis, hefur sjeð heilaga veru föðurins endurspegl-
ast í persónu og lífsferli frelsara sinna — og þó aldrei
fremur en í máttuga og elskuríka mannvininum frá
Betlehem og Nazaret. Vissulega var hann, í þeim skiln-
ingi, „meðalgangurinn milli Guðs og manna.“
Það er þessi Ijóssins meðalganga — þetta dýrðlega
lögmál endurspeglunarinnar, — sem skín út úr hinum
óviðjafnanlegu orðum Korintubrjefsins, sem áðan voru
lesin. Hugsunin er fyrst og fremst þessi: „Guð er upp-
haf ljóssins. Hans ljós hefur ljómað í ásjónu Jesú
Krists. Þaðan hefur það endurspeglast í hugi og hjörtu
þeirra, er hann sáu og á hann trúa. Frá kristnum
mönnum á það svo að endurskína yfir gervalt mann-
kynið. Þannig eiga þeir að bera vitni dýrð Guðs, —
ljósdýrð Guðs.
Hjer er numin líking af ljósi sólar, ljósi efnisheims-
ins, til þess að opinbera oss lögmál andlegs ljóss. —
Dásamlegt er hið blessaða „hvíta“ dagsljós, er lýsir
og vermir þessa jörð, Furðulega nákvæm, margvísleg