Hlín - 01.01.1936, Page 26
24
Hlín
og fögur eru lögmál þess. Nú vita menn að hver minsti
geisli þess er gerður af óteljandi smærri geislum, sem
eru hver öðrum frábrugðnir, og mynda þó til samans
hið svonefnda hvíta ljós. Hinir örgrönnu þættir hvíta
geislans hafa hver sinn lit. Og vegna þess, að litgeisl-
arnir brotna misjafnlega, myndast hið fagra litband
ljóssins. Alkunnasta litbandið er regnboginn — friðar-
boginn, sem birtist oss á vegamótum skins og skúra, —
djúpúðugt tákn þess ljóss, er eigi verður með augum
sjeð, en ljómar þó yfir allri sælu og sorg mannlegrar
lífsreynslu.
Og það er einmitt það ljós, sem líkingin á að fræða
oss um, — ljósið frá lífsól alheimsins, ljós upplýstrar
trúar, fagnandi vonar og vakandi, iðjandi kærleika.
Því að þetta ljós er einnig bundið sínum fjölskrúðugu,
óhagganlegu lögmálum. Það á líka sitt fagra litband.
Það berst í geislum og brotnar og — endurskín, — ekki
frá fáguðum speglum, nje dýrum steinum, nje fleti
vatna og hafa, — heldur frá lifandi og ljósi helguðum
mannssálum. í ótæmandi fjölbreytni mannlegs vits,
vilja og tilfinninga, sjáum vjer litband þess. Það á að
merla alla sannleiksdómgreind kristinna manna, allan
þeirra hjartayl, og þá ekki síst viljalíf þeirra eða
breytni. Því að á þetta síðasta atriði leggur Jesús sjer-
staka áherslu með fögru og eftirtektarverðu orðunum:
„Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, að þeir sjái góðverk
yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnum.“ Hjer
boðar sjálfur höfundur kristindómsins þá hugsun, sem
Páll setur fram í orðum tekstans — að kristnir menn
eigi að varpa á umhverfi sitt því ljósi, er beri upp-
runa sínum, föður ljósanna, vitni. —
Jesús gaf gaum að liljurn vallarins, og benti á feg-
urð þeirra. Vjer vitum að hann unni allri fegurð og
tign hinnar ytri, sýnilegu náttúru, og þá ekki síst ljós-
inu og sólskininu, sem lýsir og lífgar þennan heim.