Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 30
28
Hlín
lífs — dimmu geislunum. Ef rjett yrði að þeim búið
þessi næstu áhrifanæmu ár fram yfir tvítugsaldurinn,
mundi þjóð vor finna, þar sem þau eru, liðtæka merin
og konur til giftuvænlegra starfa.
Það er, satt að segja, ekki svo fátt, sem á góma hefur
borið á viðtalsstundum mínum og þessara barna. En
að svo miklu leyti, sem það hefur fest rætur í skilningi
þeirra og minni, geri jeg mjer ákveðna von um að það
fremur efli en skerði manndóm þeirra. Jeg hef ekki
lagt nein játninga- nje bókstafsbönd á hugi þessara
barna, nje nokkurra barna, sem mjer hefur verið trúað
fyrir til uppfræðslu. Því að „það verður í bók þess'
svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skamt
á að lifa.“ Jeg hef hvorki gert þau að kapitalistum nje
kommúnistum. Því að jeg hef brýnt fyrir þeim að
varðveita af fremsta megni sína persónulegu og mann-
úðlegu dómgreind, um veraldleg sem andleg efni; að
skoða kost og löst hvers máls, og þora síðan að horfast
í augu við sannleikann, þótt hann kynni að virðast ó-
þægilegur í bili. — Jeg hef reynt að hlýja að gróðri
guðstrúarinnar í sál þeirra, — og efla von þeirra á líf
eftir þetta líf, — og hvatt þau til þess, að breyta þessu
samkvæmt.
Að lokum — aðeins eitt: Jeg hef vakið athygli þeirra
á lögmáli endurspeglunarinnar á sviðum trúar og
breytni. Jeg hef ráðið þeim til þess, — og talið það
trúmenskuatriði — að leita, eftir bestu vitund, þangað
sem spegilgeislinn fellur, — þar sem menn öðlast ljós
og meira ljós fyrir guðlegt endurskin. Hvar er slíkra
ljósgjafa að leita? Víða: í umgengni og vináttu við þá,
sem drengilegast ástunda sanngirni og mannúð. í
undraauðugum heimi góðra bóka. í ljóði, söng og sögu.
Og þá ekki síst í musteri minninganna um Jesú Krist
og boðskap hans — kirkjunni, sem vígir þau til lífs og
starfs. Jeg hef því fremur kvatt þessi born til kirkju-