Hlín - 01.01.1936, Page 32
30
Hlín
ar og kærleika — og það eigum vjer, í drengilegri trú-
mensku, að láta endurskína á ástvini vora og samferða-
menn. Því að Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr
myrkri, hann ljet það skína í hjörtu vor til þess, að
birtu legði af þekkin'gu vorri á dýrð Guðs, eins og hún
kom í ljós í ásjónu Jesú Krists.
*
Islenskar frumherjakonur
í Vesturheimi.
Eftir Kristínu H. Ólafsson, Garðar, N.-Dakota.
„Young man, go West!“ — Ungi maður, bein þú
braut þinni vestur! — Það mun hafa verið nálægt 1870
að þessi orð bárust semávængjum vindanna út um víða
veröld, og hvarvetna var þeim tekið sem frábærlega
viturlegri ráðlegging, því að um það leyti var hið víð-
lenda og auðuga Vesturland Ameríku í hugum manna
nokkurskonar land vona og framtíðardrauma — nokk-
urs konar fyrirheitanna land. Hvort orðin sjálf hafa
um það leyti borist til íslands veit jeg ekki, en andi
þeirra hefur áreiðanlega svifið þar yfir, hrifið hugi
yngri kynslóðarinnar og fylt hana útþrá mikilli —
vesturþrá — þrá þangað sem gull og grænir skógar,
bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi, biðu allra
þeirra, sem voru nægilega miklir fullhugar til að yfir-
buga þrautir þær, sem óumflýjanlega yrðu á vegi
þeirra, sem tilraun gerðu að höndla þau hnoss.
Og svo var það, skömmu eftir 1870, að nokkrir ungir
íslendingar tóku sig upp og hjeldu vestur — vestur