Hlín


Hlín - 01.01.1936, Side 34

Hlín - 01.01.1936, Side 34
32 Hlín mensku, þá reyndi á þor og þrautseigju, þá reyndi á framsýni og fyrirhyggju, þá reyndi á nýtni og nægju- semi. Þá reyndi á þann eiginlegleika að vera ávalt við öllu búinn, stríðu sem blíðu, að kunna að haga seglum eftir hverskonar vindi, svo ekki bæri í strand, heldur til lands, þar sem bjargast mætti á einhvern hátt. Já, íslensk náttúra er fögur, bæði til láðs og lagar í ljómandi langdegis birtunni. Sú fegurð og sú tign hlaut að setja stimpil sinn á eðlisfar þjóðarinnar, og hefur gefið henni fagrar, bjartar hugsjónir, gert hana glöggskygna og gáfaða, ráðvanda og ærukæra. Vetr- armyrkrin, löng og dimm, hafa runnið henni í merg og bein og gert hana hugsandi, þögula, dula. Dýrð og leiftur norðurljósanna finst mjer muni hafa örvað hug- myndaflugið og getið af sjer skáldskapargáfuna, — og alt þetta hjá konum jafnt sem körlum. Tímabilið áður en vesturferðir hófust var ekkert gullaldartímabil í sögu íslands. Ljelegt stjórnarfar og útlend verslunareinokun gerðu þjóðina efnalega ó- sjálfstæða. Almenningur var fátækur og átti lítils úr- kosta. Það var því ekki að furða, þó rót kæmist á hugi manna, þegar fregnir um auðæfi og fjölbreytt tæki- færi Vesturlandsins bárust heim. Þá var það að vest- urferðir hófust. Þá var það að hópar íslenskra kvenna og karla lögðu út á leiðina til vesturs. Flest var þetta fólk efnalítið eða efnalaust. Alt var það fáfrótt um landið, sem það stefndi til, og gerókunnugt lifnaðar- háttum, atvinnuvegum og öllum lífsskilyrðum þar. Fátt af því skyldi orð í tungumáli landsins eða gat gert sig skiljanlegt. En alt vonaði það fastlega, að þar mundi mögulegt að komast til fjár og frama. Og alt hafði það þann fasta ásetning að beita öllum lífs og sálar kröftum til að ná því takmarki. Margt sporið á vesturvegi reyndist þungt. Fyrsta sporið, það að kveðja og yfirgefa alt það kæra, án von-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.