Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 35
33
Hlín
ar um afturfundi, var þrungið sársauka. Annað sporið,
það að koma útlendingur í framandi land, var erfitt,
ekki hvað síst þegar fyrirlitning í orði og athöfn blasti
við. Þó munu slíkar viðtökur hafa horfið úr sögunni
von bráðar.
Erfiðustu sporin hafa þó líklega verið þau, er stigin
voru í baráttunni við fátæktina á fyrstu frumbyggja-
árunum, og þau voru mörg. Leitin eftir hentugum ný-
lendusvæðum gekk misjafnlega, og mörg fjölskyldan
varð að taka sig upp aftur og aftur og leita á ný, áður
en fundinn var staður hentugur til frambúðar. Fyrstu
húsakynnin voru ljeleg og fæði og klæði af skornum
skamti. Flóð, þurkar, engisprettur og sjúkdómar gengu
sem plágur yfir sumar nýlendurnar. Alt reyndi þetta
mjög á þrek og þol frumbyggjanna. En að yfirstíga
erfiðleika var einmitt listin, sem íslendingar voru
þaulæfðir í. Enda ljetu þeir sjer nú ekki til skammar
verða.
í þessari baráttu fyrir tilverunni voru konurnar eng-
ir eftirbátar. Þær víluðu ekki fyrir sjer að ganga að
erfiðustu útivinnu meðan bændur þeirra voru bu-rtu
frá heimilunum í atvinnuleit. Þær víluðu ekki fyrir
sjer að yfirgefa heimili sín, þegar kringumstæður
leyfðu, og með miklum erfiðismunum að fara sjálfar
langar leiðir að leita sjer atvinnu, og sæta þá hvaða
vinnu sem bauðst, hversu erfið sem hún var, því kaup-
ið, þó lítið væri, gat eitthvað bætt heimilishaginn. Og
með þessu laginu að erfiða seint og snemma, úti og
inni, heima og að heiman með hagsýni, nýtni og spar-
semi þá reyndist það svo, að efnahagurinn tók furðu
fljótt að batna og heimilin að verða reisulegri og þægi-
legri.
Það er líklega ekki hægt að segja, að íslendingar
hjer í álfu sjeu yfirleitt stórefnamenn enn þann dag í
dag, en fjöldanum hefur tekist að koma svo ár sinni
3