Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 36
34
Hlín
fyrir borð, að þeim líður vel efnalega, og þeir kunna að
njóta lífsins eftir ástæðum. Það er eins og þeir meti
frekar þau gæði, sem auðurinn getur gefið, en auðinn
sjálfan. Það má því með sanni segja, að þránni eftir
bættum efnahag og góðu gengi hefur verið fullnægt.
Alþýðumentun hefur ef til vill verið á fullkomlega
eins háu stigi á íslandi eins og í öðrum löndum. Til-
tölulega voru þeir mjög fáir, sem ekki kunnu að lesa
eða draga til stafs. Þessi mentun var þó ekki fengin
með skólagöngu, heldur fyrir tilstilli heimilanna. Að
ungir menn gengju mentaveginn þótti ætíð mjög á-
kjósanlegt, en að kvenfólk gæfi sig við bókmentum
þótti hvorki nauðsynlegt nje æskilegt.
Mjer er það í minni, þegar jeg var barn heima á
Fróni, að þá heyrði jeg getið um konu eina gáfaða,
sem hafði aflað sjer talsvert mikillar bóklegrar þekk-
ingar og jafnvel lært latínu. Fyrir vikið fjekk hún við-
urnefnið Latínu-Gunna, og sje það ekki á misskilningi
bygt, held jeg að nafnið hafi ekki verið gefið eingöngu
í heiðursskyni. — Einnig man jeg það, að einhverntíma
á árunum kringum 1890 sótti Ólafía Jóhannsdóttir, sem
síðar varð þjóðkunn kona, um leyfi til að stunda nám
við Latínuskólann í Reykjavík. Synjað var henni um
skólagönguna, en það Ijen fjekk hún að mega ganga
undir sama próf og skólapiltar, ef hún læsi utan skóla.
Nær er mjer að halda, að fremur hafi það þótt flóns-
legt flan af stúlkunni að leggja út í að stunda fræði-
greinar, sem álitnar voru eingöngu við pilta hæfi.
Grunur minn er það, að þær hafi verið æði margar
Gunnurnar og Ólafíurnar á íslandi, sem báru menta-
þrá í brjósti, ekkert síður en bræður þeirra. Enda voru
þær af sama berginu brotnar, voru erfingjar sama
gáfnafars og sömu hugsjóna og þeir. Þær voru einnig
afkomendur skálda og sagnaritara. En tíðarandinn