Hlín - 01.01.1936, Síða 39
Hlín
37
stuðnings. Og starfið blessaðist, og það hefur haidið
áfram óslitið fram á þennan dag.
Er þá nokkur sýnilegur árangur af þessu starfi? Já,
vissulega. Hægt er að benda á fjölmargar kirkjur,
prýðilega útbúnar, sem eiga kvenfjelögum að þakka
flesta innanstokksmuni. Hægt er að benda á gamal-
mennaheimilið Betel, sem á tilveru sína að þakka
framtakssemi eins kvenfjelagsins. Hægt væri að nefna
stórar peningaupphæðir, sem fjelögin hafa gefið ýms-
um málefnum til stuðnings. Áhrifin til góðs, sem kær-
leiksylurinn frá góðverkum fjelaganna hefur vakið, og
menningargildið, sem sumt af starfinu hefur í sjer
fólgið, er máske ekki eins bersýnilegt, en jafn raun-
verulegt fyrir því.
Á síðustu árum hafa safnaða kvenfjelögin fært út
verkahring sinn og myndað tvö bandalög eða sambönd
í þeirri von, að ávextir starfsins verði enn meiri, víð-
tækari og blessunarríkari. Hugsjón sú átti upptök sín
hjá frú Láru Bjarnason, konunni, sem jeg hygg megi
telja frumherja íslenskra kvenna vestan hafs á sviði
mentunar, kristilegrar líknarstarfsemi og kristilegrar
fjelagsstarfsemi. En í framkvæmd komst hugmyndin
fyrir ötula framgöngu Mrs. Guðrúnar Johnson.
Það er langt frá því, að fjelagsstarfsemi íslenskra
kvenna hafi verið einskorðuð við mál safnaða eða safn-
aðakvenfjelaga. Þær hafa bundist fjelagsböndum um
langtum fleiri hugsjónir. Þær hafa starfað með mönn-
uf sínum að bindindismálum, mentamálum, kirkjumál-
um og þjóðræknismálum. Þær eiga sín eigin hússtjórn-
arfjelög, góðgerðafjelög, trúboðsfjelög og enn fleiri fje-
lög, sem öll hafa það markmið að hrinda einhverri um-
bótahugsjón áleiðis til sigurs.
Nú hefur verið getið að nokkru afstöðu frumherja-
kvennanna við ýms málefni út á við, utan heimila
þeirra. En því megum við ekki gleyma, að í insta eðli,