Hlín - 01.01.1936, Side 50
48
HlÍn
virðing er höfð á, það er saumaður veggrefill 70 metra
langur og 0.5 m. breiður. Refillinn er saumaður í hör-
ljereft með 8 litum. í 70 myndum eru sýndir ýmsir við-
burðir, er lýsa herferð Normanna til Englands og hinni
sigursælu orustu við Hastings, er Vilhjálmur hertogi
af Normandí sigraði Harald Guðinason, er hafði heit-
ið hertoganum aðstoð sinni til að vinna landið, en sett-
ist sjálfur að völdum. — Á reflinum eru myndir af
623 mönnum (þar af eru aðeins 3 konur), 202 hestum,
55 hundum, 41 skipi og 37 byggingum. — Rannsóknir
síðari tíma hafa sýnt og sannað, að myndirnar eru á-
reiðanlegar sögulegar heimildir frá þessum tíma: Her-
klæði, vopn og byggingar bera vott um, á hvaða tíma
myndirnar eru gerðar. Þó teikningarnar sjeu ekki eft-
ir „kúnstarinnar“ reglum nútímans, eru þær lifandi og
skýrar, enda skýrðar með letri.
Það er álitið, að Odo biskup af Bayeux, bróðir Vil-
hjálms bastarðar, hafi látið gera refilinn handa dóm-
kirkjunni í Bayeux, er hann ljet byggja og var vígð
1077.
Refillinn vakti mikla eftirtekt, er Napóleon mikli
ljet sýna hann • í Parísarborg veturinn 1803—4. Vildi
hann þar með sýna, að hugmynd hans um innrás í Eng-
land væri rjettmæt.
Refillinn er saumaður með þeim saum, er Matthías
Þórðarson, þjóðmenjavörður, telur að megi með rjettu
kalla „forníslenskar hannyrðir“, með því að þessi
saumur sje ekki þektur á seinni öldum á öðrum mun-
um en á ýmsum íslenskum myndum og kirkjugripum,
bæði hjer á landi og í erlendum söfnum.
íslenskar hannyrðakonur hafa á seinni árum nokk-
uð iðkað þennan fagra, forna saum, enda á það einkar
vel við, að þessi ágæta, íslenska list sje endurreist.
H. B.