Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 52
50
Hlín
Ingunnar var Kristín Sigurðardóttir frá Hallgeirsey í
Austur-Landeyjum. Sigurður faðir hennar var bróðii
Guðrúnar konu Sæmundar í Eyvindarholti, sonur
þeirra var sra Tómas Sæmundsson, hinn þjóðkunni
meriksmaður. Guðrún hefur verið gáfuð kona og lík-
lega þau systkin bæði. — Jeg minnist þess, er gamall,
greindur maður sagði við mig eitt sinn, er við töluðum
um Tómas Sæmundsson. Hann sagði: „Guðrún móðii
hans var stórgáfuð kona, þaðan hafði hann gáfurnar,
en dugnaðinn og áhugann frá föðurnum.“ — Maður
þessi hafði í æsku verið í Eyvindarholti hjá þeim hjón-
um.
Foreldrar móður minnar voru fremur fátæk, en þó
alltaf sjálfbjarga, lögðu áherslu á að fara vel með
skepnur sínar og höfðu því gott gagn af þeim. Halldór
' afi minn var greindur maður og vel að sjer, eftir því
sem þá gerðist, vel skrifandi og sæmilega reikningsfær.
Hann hafði verið fríðleiksmaður á yngri árum, og sá-
ust þess glögg merki á efri árúm. Dálítið vínhneigður,
— eins og vildi við brenna á þeim tímum —, en altat'
mesta ljúfmenni, hvernig sem á stóð. Móðir mín unni
honum mjög.
Kristín amma mín var mikil kona vexti og mesta
dugnaðar- og atgerviskona, fjekst talsvert við hann-
yrðir, baldýraði og kniplaði, meðal annars hafði hún
kniplað úr vír á nokkra messuhökla, einnig saumaði hún
oft föt fyrir konur í sveit sinni, en ekki taldi móðir
mín að hún hefði ábatast á þessum störfum, þau hefðu
oft verið illa borguð og hún ekki eftirgangssöm í þeim
sökum. Ljósmóðurstöri'um gegndi hún einnig í sinni
sveit, þó ekki væri hún lærð, enda mun það ekki hafa
verið algengt í þá tíð, en svo vel lánaðist það, að engin
kona dó eða varð nokkuð að meini, sem hún annaðist,
en ekki mun hún heldur hafa auðgast af því staríi. —
Móðir mín dáðist að dugnaði hennar og atgervi, meðal