Hlín


Hlín - 01.01.1936, Page 53

Hlín - 01.01.1936, Page 53
lilín 5i annars sagði hún, að hún hefði verið óvenjulega vand- lát og þrifin með venjulega matargerð, enda umsókt til að standa fyrir veislum. En nokkuð mun hún hafa verið harðlynd og það fann jeg oft á móður minni, að hún hafði átt erfitt í æsku; hún var elst af 7 systkin- um, er úr æsku komust. Næstur henni að aldri, og ári yngri, var Sigurður (faðir Halldórs úrsmiðs í Reykja- vík). Hann er nú níræður,* hin öll eru dáin. Urðu þau elstu systkynin að leggja hart að sjer með vinnu, sem vonlegt var, þar sem líka svo hagaði til, að þarna var bæði til sjós og sveitar. Þá var mikið róið til fiskjar í Landeyjum, sjerstaklega á útmánuðum og að vorinu og aflaðist oft vel, þegar gaf á sjóinn, en það er stopult, eins og vitanlegt er, fyrir opnu hafi. Lágu þá margir uppsveitamenn við á sjóbæjunum til að stunda sjó. Langt er nokkuð frá bæjum suður að sjó, urðu menn því að ríða þangað. Svo var unglingum ætlað að gæta hesta, bæði heimamanna og „viðliggjara“, á meðan þeir voru á sjónum. Það starf hafði móðir mín frá því hún var fyrir innan fermingu. Sagði hún, að sjer hefði þá oft liðið illa af kulda og klæðleysi. Lítillar mentunar naut móðir mín í æsku, nema vel varð hún læs og prýðilega að sjer- í kristnum fræðum. Sömuleiðis var hún vel heima í íslendingasögum og jafnvel Noregskonungasögum. Faðir hennar las það, sem hann náði í af þeim á kvöldvökunum upphátt, sömuleiðis í Biblíunni. Foreldrarnir voru bæði guð- elskandi og innrættu börnum sínum guðsótta og góða siði. Líka lærði hún að skrifa, þó lítið væri um ritföng. Faðir hennar hjálpaði henni í því efni eftir megni, hjelt saman auðum blöðum og brjefum og reikningum, er hann fjekk, og svo var víst sortulyngslitur blekið og náttúrlega fjaðrapenni. Á þennan hátt varð hún all- * Sigurður dó í júní 1935, eftir að þetta var ritað. 4*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.