Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 53
lilín
5i
annars sagði hún, að hún hefði verið óvenjulega vand-
lát og þrifin með venjulega matargerð, enda umsókt
til að standa fyrir veislum. En nokkuð mun hún hafa
verið harðlynd og það fann jeg oft á móður minni, að
hún hafði átt erfitt í æsku; hún var elst af 7 systkin-
um, er úr æsku komust. Næstur henni að aldri, og ári
yngri, var Sigurður (faðir Halldórs úrsmiðs í Reykja-
vík). Hann er nú níræður,* hin öll eru dáin. Urðu þau
elstu systkynin að leggja hart að sjer með vinnu, sem
vonlegt var, þar sem líka svo hagaði til, að þarna var
bæði til sjós og sveitar. Þá var mikið róið til fiskjar í
Landeyjum, sjerstaklega á útmánuðum og að vorinu
og aflaðist oft vel, þegar gaf á sjóinn, en það er stopult,
eins og vitanlegt er, fyrir opnu hafi. Lágu þá margir
uppsveitamenn við á sjóbæjunum til að stunda sjó.
Langt er nokkuð frá bæjum suður að sjó, urðu menn
því að ríða þangað. Svo var unglingum ætlað að gæta
hesta, bæði heimamanna og „viðliggjara“, á meðan þeir
voru á sjónum. Það starf hafði móðir mín frá því hún
var fyrir innan fermingu. Sagði hún, að sjer hefði þá
oft liðið illa af kulda og klæðleysi.
Lítillar mentunar naut móðir mín í æsku, nema vel
varð hún læs og prýðilega að sjer- í kristnum fræðum.
Sömuleiðis var hún vel heima í íslendingasögum og
jafnvel Noregskonungasögum. Faðir hennar las það,
sem hann náði í af þeim á kvöldvökunum upphátt,
sömuleiðis í Biblíunni. Foreldrarnir voru bæði guð-
elskandi og innrættu börnum sínum guðsótta og góða
siði. Líka lærði hún að skrifa, þó lítið væri um ritföng.
Faðir hennar hjálpaði henni í því efni eftir megni,
hjelt saman auðum blöðum og brjefum og reikningum,
er hann fjekk, og svo var víst sortulyngslitur blekið
og náttúrlega fjaðrapenni. Á þennan hátt varð hún all-
* Sigurður dó í júní 1935, eftir að þetta var ritað.
4*