Hlín - 01.01.1936, Síða 72
70
Hlín
öfluræktin vinnufrek, og það er ekki stutt að annari
ræktun. Hjer er aðeins stefnt að einhliða ræktun jarð-
vegsins með kartöflum og ef til vill með káltegundum.
Er þetta fyrirkomulag á ræktun þessara plantna óeðli-
legt og óhentugt, bæði hvað vinnu og framleiðslu
snertir. Má í þessu sambandi minnast á það, að í göml-
um kartöflugörðum safnast saman mikið af frjóefnum,
sem kartöflurnar ekki nota, sýna það best þeir tún-
blettir, sem ræktaðir hafa verið á gömlum kartöflu-
görðum, að sprettan þar hefur reynst óbrigðul án á-
burðar í áratugi.
Með því að taka upp lítið sáðskifti korns og kart-
ailna, höfum við meiri not af hverri ræktun og það
með minni fyrirhöfn.
Ráðið til að draga úr framleiðslukostnaði á kartöi'l-
um o. fl. er að koma á hentugu sáðskifti, og það látið
ganga yfir tún eða góða móa.
Sáðskiftið mætti framkvæma þannig: Árið 1937 er sáð
byggi í 1000 ferm. land. Landið er helst plægt að hausti
til, en vorplæging getur einnig feynst vel. Landið er
nú herfað og í það borið 25 kg. af nitrophoska. (Eins
má nota 10 kg. kalíáb., 30 kg. superfosfat og 25 kg.
þýskan saltpjetur). Af útsæði þarf 18—20 kg. af byggi.
Því er dreifsáð eftir að áburðurinn hefir verið herfað-
ur niður, sömuleiðis þarf að herfa byggið vel niður, og
gæta þess að fella það ekki dýpra en 4—6 cm.
Rjett áður en komið er upp í akrinum, er nauðsyn-
að valta hann, og má nota venjulegan steinvalta til
þess, eins má valta strax eftir sáningu og er það vinnu-
drýgst.
Þegar þannig hefur verið frá akrinum gengið, er
hann látinn eiga sig í friði, þar til kornið er fullþrosk-
að, en merki um þroska er, að kornstöngin verður gul
og kjarninn 1 öxunum seigharður (eins bg ostur). —
Kornstöngin er nú slegin með sóporfi eða skorin með