Hlín - 01.01.1936, Page 75
Hlín
73
ræktuðu landi, þá ber nauðsyn til að hreyía moldina í
kring um kartöflurnar — það örvar sprettuna.
Sá tilbúni áburður, sem hjer er ráðlagt að gefa, er
rjett að dreifa á raðirnar eftir að kartöflurnar eru
settar, má gera það áður en komið er upp.
Kartöflurnar er best að taka upp með höggkvísl. Er
kvíslinni höggvið undir hvert kartöflugras og' því velt
við, er þetta bæði fljótlegra og hægara en nota venju-
lega skóflu eða kvísl við upptekningu.
Haustið 1938 eru komnir 2 akrar. Bygg á nýbrotnu
landi og kartöflur á áður byggræktuðu landi. — Næsta
ár yrði sama framkvæmdin viðhöfð, einum akri af
byggi bætt við. Byggakrinum frá árinu á undan breytt
í kálgarð, en kálgarðinum eða kartöflugarðinum frá
árinu á undan breytt í tún. Þannig er þá komið sáð-
skifti með 3 ökrum: Korni, kartöflum og túnrækt.
Með þessari tilhögun losnar bóndinn að mestu við
illgresi það, sem þjáir hvað mest okkar garðrækt.
Nú mun eflaust margur segja, að ekki sje hægt að
hafa garðrækt á skjóllausu landi. Það sje hlaðinn garð-
ur í kring um kartöflurnar og kálið heima þar sem
gamli garðurinn er. En til þess er því að svara, að
vel má rækta sáðskiftið þannig, að kornakurinn
veiti kartöflum og káli nokkurt skjól. Auk þess hef jeg
reynslu fyrir því, að garðjurtir þrífast engu síður á
flötu, skjóllausu landi, en þar sem hlaðnir garðar eru í
kring. Hlöðnu garðarnir eru ekki eins hentugt skjól og
margur hyggur. Myndast þar oft svifvindi, en það er
hættulegra garðrækt en jafnvindi.
Sáðskifti það, sem jeg hef hjer nefnt, er ofur einfalt.
Vitanlega má hafa það fjölbreyttara, t. d. að hafa bygg
og hafra í landinu áður en kartöflur eru í það settar,
en það er ávalt í lófa lagið að bæta við ræktarjurtun-
um, þegar menn eru farnir að venjast sáðskiftinu og