Hlín


Hlín - 01.01.1936, Page 77

Hlín - 01.01.1936, Page 77
Hlín 75 ólskum sið, þá er nauðsynlegt að hafa það í huga, að frá heiðnum sið eigum vjer engar leifar af neinu tægi af þeim mikla söng, sem óefað hefur verið hafður um hönd í blótveislunum og við seið, sem þá hefur verið ekki ótítt að nota. í Laxdælu er þess getið, að Kotkell gjörði seiðhjall mikinn og þar færðust þau á upp öll — þ. e. Kotkell, Gríma kona hans og synir þeirra, Hall- björn og Stígandi, þau kváðu þar harðsnúin fræði, „þat vóru galdrar.“ Og aftur er svo sagt frá: „Þau gera heimanferð sína Kotkell ok Gríma ok synir þeira; þat var um nótt. Þau fóru á bæ Hrúts ok gerðu þar seið mikinn. En er seiðlætin kómu upp, þá þóttusk þeir eigi skilja, er inni váru, hverju gegna mundi, en i'ögur var sú kveðandi at heyra.“ Aðeins eitt kvæði er nefnt með nafni, sem notað hafi verið við seið, það hjet Varðlokkur. Er þess getið í sögu Þorfinns Karlsefnis, þar segir: „Slógu þá konur hring um seiðhjallinn, er Þorbjörg (lítil völva) sat á uppi; kvað Guðríðr kvæðit svá fagurt ok vel, at enginn þóttist heyrt hafa með fegri rödd kvæði kveðit, sá er þar var hjá.“ — Það má segja, að það fari að vonum, að klerkarnir fundu ekki hvöt hjá sjer til að færa í letur og varð- veita slík fræði, sem þeir voru einmitt settir til að upp- ræta hjá þjóðinni. Þeir áttu hvorki að vera fjölkunn- ugir eða vísindamenn, eins og Guðríður orðaði það. En merkilegt er að lesa alla þessa frásögn, sem^vafa- laust er frá Guðríði komin, þar sem spákonunni Þor- björgu, lítilli völvu, er lýst af hinni mestu nákvæmni og öllu því hafurtaski, sem hún flutti með sjer, er hún fór að veislum meðal bænda. Hef jeg hvergi sjeð vje- fengd sannindi þessarar frásagnar, en mjer virðist auðsætt, að engin tvímæli geta á því leikið, að Guðríður hafi sungið þetta kvæði með ákveðnu lagi, og væri mikið gefandi fyrir að hafa heyrt þann fagra heiðna söng.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.