Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 77
Hlín
75
ólskum sið, þá er nauðsynlegt að hafa það í huga, að
frá heiðnum sið eigum vjer engar leifar af neinu tægi
af þeim mikla söng, sem óefað hefur verið hafður um
hönd í blótveislunum og við seið, sem þá hefur verið
ekki ótítt að nota. í Laxdælu er þess getið, að Kotkell
gjörði seiðhjall mikinn og þar færðust þau á upp öll —
þ. e. Kotkell, Gríma kona hans og synir þeirra, Hall-
björn og Stígandi, þau kváðu þar harðsnúin fræði, „þat
vóru galdrar.“ Og aftur er svo sagt frá: „Þau gera
heimanferð sína Kotkell ok Gríma ok synir þeira; þat
var um nótt. Þau fóru á bæ Hrúts ok gerðu þar seið
mikinn. En er seiðlætin kómu upp, þá þóttusk þeir
eigi skilja, er inni váru, hverju gegna mundi, en i'ögur
var sú kveðandi at heyra.“ Aðeins eitt kvæði er nefnt
með nafni, sem notað hafi verið við seið, það hjet
Varðlokkur. Er þess getið í sögu Þorfinns Karlsefnis,
þar segir: „Slógu þá konur hring um seiðhjallinn, er
Þorbjörg (lítil völva) sat á uppi; kvað Guðríðr kvæðit
svá fagurt ok vel, at enginn þóttist heyrt hafa með
fegri rödd kvæði kveðit, sá er þar var hjá.“ —
Það má segja, að það fari að vonum, að klerkarnir
fundu ekki hvöt hjá sjer til að færa í letur og varð-
veita slík fræði, sem þeir voru einmitt settir til að upp-
ræta hjá þjóðinni. Þeir áttu hvorki að vera fjölkunn-
ugir eða vísindamenn, eins og Guðríður orðaði það.
En merkilegt er að lesa alla þessa frásögn, sem^vafa-
laust er frá Guðríði komin, þar sem spákonunni Þor-
björgu, lítilli völvu, er lýst af hinni mestu nákvæmni og
öllu því hafurtaski, sem hún flutti með sjer, er hún
fór að veislum meðal bænda. Hef jeg hvergi sjeð vje-
fengd sannindi þessarar frásagnar, en mjer virðist
auðsætt, að engin tvímæli geta á því leikið, að Guðríður
hafi sungið þetta kvæði með ákveðnu lagi, og væri
mikið gefandi fyrir að hafa heyrt þann fagra heiðna
söng.