Hlín - 01.01.1936, Side 78
76
Hlín
Þá er það um katólska sönginn að segja, að hann
sungu aðeins lærðir söngmenn, þ. e. klerkarnir, en þeir
lærðu að syngja um leið og þeir lærðu að flytja hina
margvíslegu tóntexta, sem heyrðu messunni til. — Eftir
tíð Gregors mikla páfa, um 600, fjekk söfnuðurinn ekki
að taka neinn þátt í messunni, nema ef hann fjekk að
taka undir Hallelúja og Amen. Þetta var mjög frá-
brugðið því, sem var í fornkirkjunni og alt fram yfir
dag Ambrosíusar biskups, því á hans dögum, um 300,
er talið að safnaðarsöngurinn hafi náð hámarki sínu.
Þessvegna var það, að þegar kristni kom hjer í landið,
þá flutti hún hingað engan söng. Útlendir prestar tón-
uðu messurnar, en allur þjóðlegur söngur var ofsóttur,
því hann var heiðinn, notaður við blót og seið, „sú
fagra kveðandi.“ — Messurnar voru á latínu, sem eng-
inn þá skildi, öll messan var hrein mystik (dulræn og
táknræn), eins og vjer þekkjum að nokkru. Það er því
misskilningur að kirkjan hafi í upphafi flutt sönginn
inn í landið. Hitt er annað mál, að þjóðin gat ekki
sönglaus lifað. Með því að banna safnaðarsöng í kirkj-
unum við messugjörðina, rak kirkjan söngelska menn
beinlínis til þess að leita sjer annara verkefna, og svo
íór hjer sem annarstaðar, að upp kom hjer söngur ó-
háður kirkjunni. Strax á tíma Jóns helga, hins ráðríka
biskups á Hólum, var það orðinn siður, að konur og
karlar kváðust á blautleg kvæði. Klerkur einn tók eitt-
hvert hátíðakvöldið þátt í dansi, en sem vita mátti,
bannaði biskup þetta harðlega. Hjer eru fyrstu drög til
vikivakanna, sem kirkjan einmitt svo að segja stofnaði
til. Svo komu rímurnar og tvísöngurinn, sem sennilega
er framan úr heiðni, og sem aldrei hafði lagst niður
með öllu.
En hversvegna er jeg að rekja þetta? Það er af því,
að sumir óttast, að þjóðin sje hætt að syngja, einmitt
nú á þessum miklu útbreiðslutímum söngs og hljóm-