Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 80
78
tíitn
Það er þá í fyrsta lagi breyttur hugsunarháttur. Þau
lög, sem mest voru í móð um aldamótin voru ástalög
og sönghæf danslög, ástalögin voru þýð og blíð og dans-
lögin lipur og ljett með hröðum en öruggum gangi, 3-
skiftum eða 4-skiftum. Þá komu ættjarðarlög og göngu-
lög með áherslumeiri og fastari gangi og fjölbreyttari
og áhrifameiri byggingu, þá voru drykkjulög, rjúkandi
og stundum æðisgengin, gáskafull en oftast græskulaus.
Ekkert af þessu virðist lengur falla í góðan jarðveg á-
heyrenda, því mjer virðist flestum finnast þetta gengið
úr móð, eiga ekki við. Ef nokkuð er sungið, þá eru það
stef úr einhverri aríu, eða þá jazz eða danslög, og oft-
ast án erindis, eða þá með útlendu stefi, sem helst má
heimfæra undir þann flokk kvæða, sem Jón biskup
helgi vildi banna.
Sjeu nú margir samankomnir í samkvæmi og hugur-
inn snúist alvarlega að söng, þá er það oftast kórsöng-
ur, sem reynt er að syngja, nema svo vel takist til, að
einhver einsöngvari gefi sig fram. Fyrir nokkrum ár-
um þótti það gott, ef hann gat sungið eins og grammo-
fónn, en nú þykir sjálfsagt að hann sypgi eins og
söngvarar, sem hafa lært að syngja útlend tungumál,
og verði því að viðhafa tæpitungu á þeim stafahljóð-
um, sem eru harðari í voru máli, en venja er til í öðr-
um tungum. Auðvitað fara þessi villuhljóð að smokka
sjer inn í kórsönginn og kirkjusönginn. Bendi jeg á
þetta atriði sjerstaklega af því, að komist þetta í móð,
þá er eðlilegt, að þeir sem ekki kunna þau hliðri sjer
við að syngja, og svo af því, að þetta getur verið bend-
ing fyrir þá, sem vilja rækt málsins, t. d. íslenskukenn-
ara og leikkennara, sem í leik sínum þurfa að hafa
hinn mesta næmleika í framburði, til þess, með fögr-
um framburði málsins, að vekja aðdáun leikhússgest-
anna, og með rjettum framburði og hljóðbrigðum að
veita þeim rjettan skilning á ýmsum orðum, sem geta