Hlín - 01.01.1936, Page 81
Hlín
79
haft mismunandi þýðingu, einmitt eftir því, hvernig
þau eru borin fram.
Þá er það annað atriði, að einmitt af því að alment
er hætt að syngja, þá er flestum söngur ótamur og
verða menn þá hikandi. En þriðja, og ef til vill þýðing-
armesta atriðið, hygg jeg þó að stafi af því, að 1 þessu,
sem fleirum, binda kennararnir sig við útlendar
kensluaðferðir, og meina jeg þetta ekki sem ámæli, þó
jeg álíti það ekki í þessu máli heppilegt.
Jeg kendi í nokkra vetur söng í barnaskóla og þykist
því ekki tala alveg út í hött um þetta mál. Flest börn
eru fús á að syngja lög, sem þeim falla vel í eyra og
við fagra vísu, sem þau kunna og skilja, en nokkur
börn vilja þó ekki vera með í söngtímunum af því þau
hafi enga söngrödd og geti ekki lært lög. En öll börn
geta lært að þekkja nótur, og öll börn ættu líka að
læra að skrifa nótur. Þó sum börn geti ekki sungið, þá
geta þau lært lög og fá oft smekk fyrir söng og hafa
söngeyra. Öll börn geta galað, ef þau geta talað, og því
er oftast hægt að byrja á einhverju, sem fremur mætti
kalla gal en söng. Það er sjerstakt fyrir börn að vilja
hafa hátt, og það er líka nauðsynlegt fyrir þau, og
þessari eðlishvöt fylgja flest öll börn í sjálfráðum
leikjum sínum, og hafa þá því hærra, sem þau eru
glaðari og fjörugri. En þetta er sjerstaklega nauðsyn-
legt, af því það er heilsusamlegt. Það er allt of lítið
gjört að því að æfa brjóstvöðva við andardrátt, en við
slíkar æfingar er ekkert betra en söngur. Leikfimis-
húsin ættu að vera útbúin sem söngsalir, þeir mega
vera kaldir, það er óvit að láta börnin syngja í heitu
litlu herbergi, þau mega gjarnan syngja sjer til hita.
10—12° ætti að vera nægilegur hiti í söngsal.
í Danmörku var höfð fiðla til að kenna börnum lög-
in. Jeg hef fyrir satt, að í Vesturheimi sé notuð hljóm-
borð, annaðhvort með strengjum eða fjöðrum (piano