Hlín - 01.01.1936, Síða 82
80
Híin
eða harmonium). — Börnin má hafa mörg í einu, en
heppilegast að 2 sjeu kennendur saman, annar við
hljóðfærið en hinn með barnahópnum (t. d. söngkenn-
arinn og leikfimiskennarinn). — Aðaláherslu ætti að
leggja á að börnin hafi rjettar andardráttarhreyfingar—
brjósthreyfingar — og beri orðin skýrt og rjett fram.
Til þess að fá börnin til að beita hljóðunum vel og
kröftuglega, er best að velja ættjarðarlög og göngu-
lög, en viðkvæm lög og lágstemd ætti að láta bíða.
Sálmalög eru mörg ágæt, ef þau eru lofsöngslög og
ekki með allt of hægum gangi. Með hverju lagi ættu
börnin að læra 3—5 erindi af kvæði eða sálmi, og venj-
ast á að syngja þau öll. Óþarft er að þreyta lengi við
hvert lag, ætti heldur að keppa að því, að börn læri
sem mestan og fjölbreyttastan lagakost.
Ef börnin eru vanin við að syngja með hljóðfæri, er
ótrúlegt, hve þeim má ætla vítt tónasvið. En lög með
yfirgripsmiklu tónasviði falla þeim betur en hin, sem
ganga á fáum tónum, má þá kenna börnunum, hvernig
þau eigi að beita raddfærunum til að ná sem hreinust-
um, fegurstum og hljóðmestum tónum, og hvernig þau
geti minkað og aukið hljóðmagnið, alt frá hvísli og
upp í hina sterkustu stormkviðu. Alt þetta nám er
börnum mjög hugþekt og kært, og góður kennari ætti
að geta kent börnum góðan smekk í lagavali. Það er
fyllilega satt, sem í vísunni stendur: „Ungur æsku-
skari, á að syngja ljóð (með) rjettu raddafari, reynd
svo verði hljóð.“
Þjóð vor þarf að skilja, að það er geysilegur munur
á því í menningarlegu og heilsusamlegu tilliti, hvort
hún hættir að syngja, og lætur sjer nægja allskonar
glamur í grammófón og víðvarpi, mest vísur og músík,
sem fáir skilja, þó einhverjir hafi stundarnautn af,
eða kunna svo hundruðum skiftir af vel kveðnum
kvæðum með hljómfögrum lögum, og kunna að beita