Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 85
Hlín
83
var verið að stofna hjer í sýslu, kr. 200.00. Eign sjóðs-
ins því í fardögum 1881 aðeins kr. 1106,34 aur.“
Síðar í sama brjefi segir ennfremur:
„Auðvitað hefði það dregið töluvert úr framförum
þessa sjóðs, meðan hann var smávaxinn, ef hann hefði
átt að borga, þó ekki væri nema sanngjarnlega, fyrir
uppfóstrið.“
STEFNA SJÓÐSINS OG STARF.
í reglum sjóðsins er tekið fram, að hann standi und-
ir umráðum sóknarnefndar. Að höfuðstólinn megi
aldrei skerða, en að vöxtum megi Verja til að styrkja
l'átækar, efnilegar stúlkur til náms, einkum á Kvenna-
skóla Húnavatnssýslu, en til þess að geta átt kost á
námsstyrk af sjóðnum, verði þær að hafa átt heima í
sóknunum 3 næstu árin á undan. — í 8. grein reglanna
er gert ráð fyrir að hægt sje að breyta þeim, nema því
ákvæði, að fje sjóðsins má aldrei verja til annars en
mentunar kvenfólki í Undirfells- og Grímstungusókn-
um. —■
í árslok 1934 hefir sjóðurinn alls styrkt til náms 52
stúlkur, og nemur sá styrkur samtals kr. 2667.80 (auk
þess 200 króna gjöf til kvennaskólans). — Hæstur
námsstyrkur er sjóðurinn hefur veitt, er kr. 100.00.
Nokkrar stúlkur hefur hann styrkt í tvo vetur, og til
er, að sama stúlka hefur notið námsstyrks frá honum
í 3 vetur. — Fram yfir aldamót var námskostnaður yf-
ir veturinn hjer við kvennaskólann á annað hundrað
krónur, og munaði því nokkuð að fá sem næst þriðj-
ung af kostnaði sem styrk frá sjóðnum. — Á þessu
umrædda árabili hefur sjóðurinn veitt alls 34 stærri og
smærri lán, og nemur velta þeirra samtals kr. 10,146,76
og í árslok 1934 var stofnfje hans orðið krónur 3,238,58.
Eins og áður er tekið fram eru allir stofnendur sjóðs-
ins dánir, og sumir fyrir löngu, lifði Björn þeirra
6*