Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 91
Hlín
89
skinna í heimahúsum). Sæmilega gerðir svefnpokar úr
gæruskinnum eru svo hlýir, að hægt er að hátta að
mestu áður en í þá er farið, sje ekki því kaldara í
veðri. Og kostnaður ætti það ekki að vera mikill nú,
þar sem skinn og ull eru í fremur lágu verði. —
Einir, eða í mesta lagi tvennir, vetlingar er yfrið
nóg, ef búnir eru til hlífðarvetlingar utanyfir, sem
halda vætu að mestu. Þeir geta verið úr liðugum
striga eða úr olíubornu ljerefti. —
Höfuðbúnaður held jeg sje bestur Mývatnshettan og
svo sjóhattur utanyfir, þegar úrfelli er, eða að öðru
leyti, er þurfa þykir. — Utanyfirtreyjur fóðraðar með
sauðskinni úr sútuðum gærum, sem klipt er af togið
eru auðvitað þær albestu kuldaflíkur, hvort heldur er
til ferðalaga, gegninga eða annars, og er furða að slíkt
skuli ekki vera notað meira hjer í næðingunum.
Gúmmístígvjelin eru að sumu leyti vandræðafótabún-
aður, þó mikið sjeu þau notuð, og ill voru þau skifti,
er hætt var að nota vatnsstígvjel úr vatnsleðri. Þó má
bæta mikið úr göllum gúmmístígvjelanna með því að
hafa þau vel rúm og hafa í þeim tátiljur, helst úr
hrosshári, íslenska sauðskinnsskó með góðum leppum
eða leista úr grófu togbandi. Verður þetta alt til að
gera þau hlýrri og taka við raka, er gufar út úr fótun-
um. En til göngu eru nú líklega íslensku skórnir best-
ir a. m. k. fyrir þá, sem eru þeim vanir — ef ekki er
völ á fjallgöngustígvjelum. — En eitt held jeg að
margir gangnamenn sjeu ekki nógu varkárir með, það
er að hafa sokkaskifti á kvöldin og sofa í þurrum sokk-
um. Það er betra að fara í vot plögg á morgnana, en
að sofa í deigu, slíkt er óþægilegt, en ekki hættulegt.
í áminstri grein er ekki minst á neitt hitunartæki,
en þó mun það fyrirfinnas.t úr því kaffi og sykur er
•með, því .ólíklegt er, að menn sjeu að braska við að
hita kaffi í útihlóðum, enda oft ómögulegt. Litlir