Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 92
90
Hlín
„prímusar", sem teknir eru í sundur og hafðir í snotr-
um kassa, eru einmitt ætlaðir til ferðalaga, og væru
sjálfsagðir til þessara hluta. Þeir eru fyrirferðarlitlir,
kosta heldur minna en vanalegir „prímusar“, og fást í
öllum sportvöruverslunum og víðar.
Heldur býst jeg við að flestum þyki óhentugt fæði
að borða kjöt og brauð og svart(?) kaffi í alla mata í
viku eða lengur. Úr því væri hægðarleikur að bæta,
því engum ætti að verða ofvaxið að elda haframjöls-
graut, þegar komið er í tjaldstað, og ef menn þykjast
ekki geta jetið hann nema með mjólk útá, má nota
niðursoðna mjólk. Vonandi að enginn meiri óþarfi sje
keyptur á sveitabæjum en 2—3 dósir af niðursoðinni
mjólk, sem notuð væri í göngurnar. — Ekki væri held-
ur frágangssök, þegar komið er snemma í tjaldstað, að
sjóða nokkrar kartöflur og hita kjötið upp. Einnig er
ágætt að sjóða hrísgrjón í vatni og hafa með kjötinu.
Margt fleira mætti telja, svo gangnamenn lifðu betra
lífi, verst er að standa uppi ráðalaus og geta ekkert
bjargað sjer sjálfir, ef kvenfólk er ekki við hendina
til að hirða plöggin, blaut og forug, og elda ofan í
mann matinn.
Yfirleitt virðast menn vera ánægðir með þennan út-
búnað og telja hann góðan, en því er ver og miður,
útbúnaður gangnamanna er ekki góður. Það lítur út
fyrir að hann hafi tekið ákaflega litlum framförum á
síðustu áratugum. Á það bendir m. a. það, að piltur
andast bókstaflega sakir vosbúðar og óhentugs útbún-
aðar í höndum fjelaga sinna fyrir nokkrum árum — í
göngunum. — En menn, sem kunna að búa sig fara
upp á hájökla og yfir þvert landið um hávetur í
grimdarhríðum og frosthörkum og verður ekkert
meint af. Hjörtur Björnsson,
trjeskeri, Reykjavík.