Hlín - 01.01.1936, Síða 93
Iilín
91
Fyrsta kirkjuferðin mín.
Núna, já, einmitt núna, þegar gróandinn er sem
mestur og alt í blóma, koma endurminningarnar um
mörg sumur í fullum gróðri. Þær hafa vængi, ósýni-
lega, svifljetta vængi, koma oft í stórhópum, stansa
stutt, en þyrpast að mjer, svo jeg veiti varla viðnám,
en þær koma með sólskin og sæludrauma og hugsa að
enn sje jeg draumlynd. — Ein og ein endurminning
verður eftir, sem ekki vill yfirgefa mig, heldur vill hún
leiða mig á fornar slóðir. — En hvað á jeg að gera á
i'ornar slóðir? — Þar bíður bín ekkert af öllum þeim
dýrmæta auð, sem jeg átti þar áður og sem var mjer
ómetanlegur.
Lítill kotbær stóð í skjóli undir fagui’ri fjallshlíð,
það var æskuheimili mitt. Þar lágu æskusporin og þar
dreymdi mig æskudrauma mína, alt týnt fyrir löngu.
Þari átti jeg stóran hóp af systkinum, þá var oft í koti
kátt, hlátrar og gleðisöngvar bárust langar leiðar. Nú
eru þau komin sitt í hverja áttina og sum dáin — og
foreldrar mínir dánir. Heimilið horfið mjer fyrir
löngu, ekkert eftir. Nú er þarna steinhljótt, ekki svo
mikið sem ómur af bergmáli eftir. Fjallið þegir, en
hjarta mitt stynur undir auðninni, yfir þögninni, þeg-
ar jeg hugsa um það liðna.
En þrátt fyrir þessa þögn og auðn, þá minnir hver
sólríkur sunnudagsmorgun mig á sveitasælu, klukkna-
hringing og kirkjuferðir. — Jeg sje stóra hópa af prúð-
búnu fólki streyma til kirkjunnar, gangandi og ríðandi,
margt gangandi, það er þá svo fyrirhafnarlítið ogf þægir
legt að geta skroppið heim á bæina og drukkið kaffi
hjá kunningjunum.
Og þó maður geti ekki farið til kirkju, er svo ótal